Innlent

Stærðarinnar rostungur á Höfn í Horna­firði

Árni Sæberg skrifar
Rostungurinn hefur verið á bryggjunni í nokkrar klukkustundir.
Rostungurinn hefur verið á bryggjunni í nokkrar klukkustundir. Anouar Safiani

Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum.

Sjónarvottur sem gerði sér ferð til að skoða rostunginn fyrr í kvöld segir í samtali við fréttastofu að nokkur fjöldi fólks hafi verið samankominn við höfnina til að berja rostunginn augum.

Rostungurinn virðist una sér vel á bryggjunni enda er hann þar enn. Hann hefur nokkra fiska með sér en sjónarvotturinn segir óljóst hvort hann hafi komið með þá sjálfur eða þeir verið færðir honum að gjöf.

Rostungurinn hefur komið sér vel fyrir á bryggjunni.Kristrún Rut Rúnarsdóttir

Einn rostungur sést við Ísland á tíu ára fresti

Síðustu fimm áratugi hefur einungis einn rostungur sést við Íslandsstrendur á tíu ára fresti, að jafnaði. Þetta segir í grein á Vísindavefnum.

Þá segir að rostungar hafi eitt sinn haft fasta viðveru hér á landi en margar aldir séu síðan. Ástæða þess að þeir taki sér ekki bólfestu hér á landi sé að hér sé of hlýtt og ís skorti. Rostungar virðist vera ís töluvert háðir.

Enn fremur sé ekki ólíklegt að rostungum standi ógn af okkur mönnunum en rostungurinn á Höfn virðist ekki vera mikil mannafæla.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.