Fótbolti

Mid­tjylland á toppinn eftir að Elías Rafn hélt hreinu í Kaup­manna­höfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lok lok og læs.
Lok lok og læs. Jan Christensen/Getty Images

Midtjylland vann frábæran 1-0 útisigur á FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gestirnir voru manni færri í rúmar 65 mínútur en það kom ekki að sök í dag.

Þrír Íslendingar voru í leikmannahópum liðanna í dag en aðeins einn í byrjaði leikinn. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson stóð milli stanganna hjá Midtjylland á meðan Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru á varamannabekk FCK.

Um miðbik fyrri hálfleiks fékk Evander beint spjald og gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök í fyrri hálfleik en staðan þá markalaus. Í upphafi þess síðari kom Junior Brumado Midtjylland yfir og eftir það gátu gestirnir lagst í skotgrafirnar.

Engu máli skipti þó Ísak Bergmann hafi komið inn af bekknum, heimamenn fundu ekki leið framhjá Elíasi Rafni og þéttum varnarmúr Midtjylland. Fór það því svo að gestirnir unnu frábæran 1-0 sigur og er nú komið á topp deildarinnar með 21 stig að loknum níu umferðum.

FCK er í öðru sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×