Fótbolti

Albert skoraði er tíu leikmenn AZ Alkmaar töpuðu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mark Alberts dugði ekki í dag.
Mark Alberts dugði ekki í dag. ANP Sport via Getty Images

Albert Guðmundsson skoraði eina mark AZ Alkmaar þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Albert kom AZ Alkmaar yfir á 19. mínútu eftir stoðsendingu frá Evangelos Pavlidis.

Uppbótatími fyrri hálfleiks var slæmur fyrir Albert og félaga, en Jordie Clasie fékk ð líta beint rautt spjald rétt áður en Kaj Sierhuis jafnaði metin fyrir Heracles.

Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og Albert og félagar þurftu að spila allan seinni hálfleikinn manni færri.

Heimamenn í Heracles nýttu sér liðsmuninn á 72. mínútu þegar að Delano Burgzorg kom liðinu í 2-1 eftir stoðsendingu Kaj Sierhuis.

Tijani Reijnders jafnaði metin á seinustu mínútu venjulegs leiktíma með skoti fyrir utan teig og hélt líklega að hann væri búinn að tryggja AZ Alkmaar eitt stig.

Rai Vloet sá hins vegar til þess að stigin þrjú enduðu hjá heimamönnum þegar að hann tryggði Heracles 3-2 sigur á fjórðu mínútu uppbótatíma beint úr aukaspyrnu.

Lokatölur 3-2, en Albert og félagar hafa byrjað tímabilið frekar brösulega. AZ Alkmaar hefur aðeins þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar og situr í næst neðsta sæti. Heracles er sæti fyrir ofan með einu stigi meira.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.