Fótbolti

Tíu leikmenn spænsku meistaranna tóku stig gegn Bilbao

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joao Felix fékk að líta rauða spjaldið í leiknum í dag.
Joao Felix fékk að líta rauða spjaldið í leiknum í dag. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Spánarmeistarar Atletico Madrid tóku á móti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu ú dag. Heimamenn spiluðu manni færri seinustu mínúturnar í leik sem endaði með markalausu jafntefli.

Heimamenn voru sterkari aðilinn framan af, en erfiðlega gekk að skapa opin marktækifæri og því var staðan 0-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Það sama var uppi á teningnum í einni hálfleik og hvorugu liðinu tókst að koma boltanum yfir marklínuna.

Á 78. mínútu fékk Joao Felix boltann inni á miðsvæðinu fyrir Atletico Madrid, en Unai Vencedor stöðvaði hann með því að toga í treyju hans. Dómari leiksins gaf þá merki um það að Felix hafi sveifla hönd sinni ógætilega og veifaði gula spjaldinu.

Felix brást illa við þessu og lét dómarann heyra það. Tuttugu sekúndum eftir að gula spjaldið fór á loft veifaði dómarinn því í annað skipti og rauða spjaldinu viðstöðulaust í kjölfarið. 

Heimamenn þurftu því að spila manni færri seinustu tíu mínútur leiksins, en það kom þó ekki að sök og liðin skiptu stigunum á milli sín.

Spænsku meistararnir eru nú í það minnsta tímabundið á toppi deildarinnar með 11 stig eftir fimm leiki, tveimur stigum á undan Athletic Bilbao sem situr í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×