Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 13:07 Peter Madsen (t.h.) laug ítrekað að lögreglu um afdrif Kim Wall þegar hennar var saknað. Í ljós kom að hann hafði myrt hana og bútað niður lík hennar. Ástarlíf hans í fangelsi hefur engu að síður verið fjörugt. VÍSIR/AFP Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi. Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum. Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila