Fótbolti

Gunn­hildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjöl­skylduna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyrirliði íslenska landsliðsins í síðustu verkefnum.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyrirliði íslenska landsliðsins í síðustu verkefnum. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu.

Gunnhildur hitti blaðamenn á fjarfundi í gær en allt liðið kom saman í æfingabúðum í Hveragerði þessa dagana.

Kærasta Gunnhildar Yrsu er kanadíski landsliðsmarkvörðurinn Erin McLeod en þær spila báðar hjá bandaríska liðinu Orlando Pride. Báðar hafa þær leikið yfir áttatíu landsleiki fyrir þjóð sína, Gunnhildur 80 leiki fyrir Ísland og Erin 118 landsleiki fyrir Kanada.

McLeod snéri aftur frá ÓL í Tókýó með Ólympíugull eftir að Kanada vann sigur á Svíþjóð í úrslitaleiknum.

„Það var rosalegt afrek hjá þeim að vinna gullið,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og verðlaunapeningurinn kom henni á óvart.

„Medalían er svo rosalega þung, ég bjóst ekki við því,“ sagði Gunnhildur Yrsa.

„Ég lít svo á að ég hafi fengið gullmedalíuna í fjölskylduna og að ég hafi líka unnið,“ sagði Gunnhildur í léttum tón.

„Þetta var frábær árangur hjá kanadíska landsliðinu og líka gott fyrir kvennaknattspyrnuna finnst mér. Það eru aðrar þjóðir að vinna en ekki bara þessar þrjár þjóðir. Við erum að ná að byggja upp kvennafótboltann út um allt,“ sagði Gunnhildur.

Leikur Íslands og Evrópumeistara Hollendinga fer fram á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið.


Tengdar fréttir

Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×