Rodrygo hetja Real

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rodrygo reið inn í Mílanó og rændi þar þremur stigum.
Rodrygo reið inn í Mílanó og rændi þar þremur stigum. Mattia Ozbot/Getty Images

Real Madríd vann mikilvægan 1-0 útisigur á Ítalíumeisturum Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikið var í Mílanó.

Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi en staðan var markalaus þangað til á 89. mínútu. Þá skoraði varamaðurinn Rodrygo með frábæru skoti eftir sendingu frá öðrum varamanni, Eduardo Camavinga. 

Staðan orðin 1-0 gestunum frá Madríd í vil og reyndust það lokatölur leiksins.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.