Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2021 11:46 Frá framkvæmdum við Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU á Álfsnesi. Vísir/Arnar Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira