Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2020 20:00 Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu. Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór. Sorpa Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór.
Sorpa Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira