Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2021 18:40 Nýja brúin yfir Ölfusárbrú verður á Efri Laugdælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan við ána sést hvar verktakar eru byrjaðir að keyra efni í vegtenginguna frá Biskupstungnabraut. Vísir/ArnarHall Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur. Þó útboð nýju brúarinnar sé ekki hafið þá er vinna við vegtenginguna við Biskupstungnabraut þegar hafin. Útboðið á að hefjast í síðasta lagi fyrir áramót. Veglínan mun ná frá Biskupstungnabraut vestan megin við Ölfusá. Nýja brúin fer svo yfir efri Laugdælaeyju og nema land við golfvöllinn á Selfossi. Þaðan heldur leiðin áfram í átt að núverandi Suðurlandsvegi. brúnni er ætlað að draga úr umferðarþunga í gegnum Selfoss en áhyggjur eru af því að of hátt veggjald muni koma í veg fyrir það. Gjald á milli 100 til 700 króna hefur verið nefnt. Forseti bæjarstjórnar Árborgar vill hafa gjaldið sem lægst svo sem flestir noti brúna. Hvað yrði lágt gjald að þínu mati? „Mér finnst 100 til 200 krónur vera eitthvað sem við eigum að horfa á. Ekki meira en 200 krónur og reyna að fá sem flesta til að nota þetta. Ef þú ferð í 400 eða 700 krónur þá eigum við hættu á að færri nota þetta og við erum ekki að leysa það sem við bíðum eftir að brúin leysi,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Áætluð verklok eru 2025 og gamla brúin komin til ára sinna. Ljóst er að hún muni ekki þola umferð þungra ökutækja til eilífðar. „Með tímanum þá þolir hún ekki þessa þungu umferð og það liggur fyrir að hún mun hverfa af henni.“ Verður umferð þungra ökutækja bönnuð á gömlu brúnni? „Vegagerðin á brúna en miðað við þá umræðu sem hefur verið þá verða settar þungatakmarkanir á hana í framtíðinni.“ Hringtorg á að tengja umferðina inn á Suðurlandsveg austan megin við Selfoss. Hugmyndir eru um að gera þar síðan mislæg gatnamót í framtíðinni en Helgi vill ráðast strax í þau. „Kannski þýðir það að það taki fimm til tíu árum lengur að borga upp verkið og hvað með það? Klárið bara þetta verk, ekki vera með bráðabirgða lausn þarna og þurfa að rífa þetta upp aftur. Förum bara í mislægu gatnamótin og klárum þetta.“ Samgöngur Árborg Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. 11. september 2021 20:40 Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26. ágúst 2021 08:48 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þó útboð nýju brúarinnar sé ekki hafið þá er vinna við vegtenginguna við Biskupstungnabraut þegar hafin. Útboðið á að hefjast í síðasta lagi fyrir áramót. Veglínan mun ná frá Biskupstungnabraut vestan megin við Ölfusá. Nýja brúin fer svo yfir efri Laugdælaeyju og nema land við golfvöllinn á Selfossi. Þaðan heldur leiðin áfram í átt að núverandi Suðurlandsvegi. brúnni er ætlað að draga úr umferðarþunga í gegnum Selfoss en áhyggjur eru af því að of hátt veggjald muni koma í veg fyrir það. Gjald á milli 100 til 700 króna hefur verið nefnt. Forseti bæjarstjórnar Árborgar vill hafa gjaldið sem lægst svo sem flestir noti brúna. Hvað yrði lágt gjald að þínu mati? „Mér finnst 100 til 200 krónur vera eitthvað sem við eigum að horfa á. Ekki meira en 200 krónur og reyna að fá sem flesta til að nota þetta. Ef þú ferð í 400 eða 700 krónur þá eigum við hættu á að færri nota þetta og við erum ekki að leysa það sem við bíðum eftir að brúin leysi,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Áætluð verklok eru 2025 og gamla brúin komin til ára sinna. Ljóst er að hún muni ekki þola umferð þungra ökutækja til eilífðar. „Með tímanum þá þolir hún ekki þessa þungu umferð og það liggur fyrir að hún mun hverfa af henni.“ Verður umferð þungra ökutækja bönnuð á gömlu brúnni? „Vegagerðin á brúna en miðað við þá umræðu sem hefur verið þá verða settar þungatakmarkanir á hana í framtíðinni.“ Hringtorg á að tengja umferðina inn á Suðurlandsveg austan megin við Selfoss. Hugmyndir eru um að gera þar síðan mislæg gatnamót í framtíðinni en Helgi vill ráðast strax í þau. „Kannski þýðir það að það taki fimm til tíu árum lengur að borga upp verkið og hvað með það? Klárið bara þetta verk, ekki vera með bráðabirgða lausn þarna og þurfa að rífa þetta upp aftur. Förum bara í mislægu gatnamótin og klárum þetta.“
Samgöngur Árborg Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. 11. september 2021 20:40 Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26. ágúst 2021 08:48 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. 11. september 2021 20:40
Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26. ágúst 2021 08:48
Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50