Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2021 18:40 Nýja brúin yfir Ölfusárbrú verður á Efri Laugdælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan við ána sést hvar verktakar eru byrjaðir að keyra efni í vegtenginguna frá Biskupstungnabraut. Vísir/ArnarHall Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur. Þó útboð nýju brúarinnar sé ekki hafið þá er vinna við vegtenginguna við Biskupstungnabraut þegar hafin. Útboðið á að hefjast í síðasta lagi fyrir áramót. Veglínan mun ná frá Biskupstungnabraut vestan megin við Ölfusá. Nýja brúin fer svo yfir efri Laugdælaeyju og nema land við golfvöllinn á Selfossi. Þaðan heldur leiðin áfram í átt að núverandi Suðurlandsvegi. brúnni er ætlað að draga úr umferðarþunga í gegnum Selfoss en áhyggjur eru af því að of hátt veggjald muni koma í veg fyrir það. Gjald á milli 100 til 700 króna hefur verið nefnt. Forseti bæjarstjórnar Árborgar vill hafa gjaldið sem lægst svo sem flestir noti brúna. Hvað yrði lágt gjald að þínu mati? „Mér finnst 100 til 200 krónur vera eitthvað sem við eigum að horfa á. Ekki meira en 200 krónur og reyna að fá sem flesta til að nota þetta. Ef þú ferð í 400 eða 700 krónur þá eigum við hættu á að færri nota þetta og við erum ekki að leysa það sem við bíðum eftir að brúin leysi,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Áætluð verklok eru 2025 og gamla brúin komin til ára sinna. Ljóst er að hún muni ekki þola umferð þungra ökutækja til eilífðar. „Með tímanum þá þolir hún ekki þessa þungu umferð og það liggur fyrir að hún mun hverfa af henni.“ Verður umferð þungra ökutækja bönnuð á gömlu brúnni? „Vegagerðin á brúna en miðað við þá umræðu sem hefur verið þá verða settar þungatakmarkanir á hana í framtíðinni.“ Hringtorg á að tengja umferðina inn á Suðurlandsveg austan megin við Selfoss. Hugmyndir eru um að gera þar síðan mislæg gatnamót í framtíðinni en Helgi vill ráðast strax í þau. „Kannski þýðir það að það taki fimm til tíu árum lengur að borga upp verkið og hvað með það? Klárið bara þetta verk, ekki vera með bráðabirgða lausn þarna og þurfa að rífa þetta upp aftur. Förum bara í mislægu gatnamótin og klárum þetta.“ Samgöngur Árborg Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. 11. september 2021 20:40 Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26. ágúst 2021 08:48 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þó útboð nýju brúarinnar sé ekki hafið þá er vinna við vegtenginguna við Biskupstungnabraut þegar hafin. Útboðið á að hefjast í síðasta lagi fyrir áramót. Veglínan mun ná frá Biskupstungnabraut vestan megin við Ölfusá. Nýja brúin fer svo yfir efri Laugdælaeyju og nema land við golfvöllinn á Selfossi. Þaðan heldur leiðin áfram í átt að núverandi Suðurlandsvegi. brúnni er ætlað að draga úr umferðarþunga í gegnum Selfoss en áhyggjur eru af því að of hátt veggjald muni koma í veg fyrir það. Gjald á milli 100 til 700 króna hefur verið nefnt. Forseti bæjarstjórnar Árborgar vill hafa gjaldið sem lægst svo sem flestir noti brúna. Hvað yrði lágt gjald að þínu mati? „Mér finnst 100 til 200 krónur vera eitthvað sem við eigum að horfa á. Ekki meira en 200 krónur og reyna að fá sem flesta til að nota þetta. Ef þú ferð í 400 eða 700 krónur þá eigum við hættu á að færri nota þetta og við erum ekki að leysa það sem við bíðum eftir að brúin leysi,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Áætluð verklok eru 2025 og gamla brúin komin til ára sinna. Ljóst er að hún muni ekki þola umferð þungra ökutækja til eilífðar. „Með tímanum þá þolir hún ekki þessa þungu umferð og það liggur fyrir að hún mun hverfa af henni.“ Verður umferð þungra ökutækja bönnuð á gömlu brúnni? „Vegagerðin á brúna en miðað við þá umræðu sem hefur verið þá verða settar þungatakmarkanir á hana í framtíðinni.“ Hringtorg á að tengja umferðina inn á Suðurlandsveg austan megin við Selfoss. Hugmyndir eru um að gera þar síðan mislæg gatnamót í framtíðinni en Helgi vill ráðast strax í þau. „Kannski þýðir það að það taki fimm til tíu árum lengur að borga upp verkið og hvað með það? Klárið bara þetta verk, ekki vera með bráðabirgða lausn þarna og þurfa að rífa þetta upp aftur. Förum bara í mislægu gatnamótin og klárum þetta.“
Samgöngur Árborg Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. 11. september 2021 20:40 Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26. ágúst 2021 08:48 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. 11. september 2021 20:40
Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. 26. ágúst 2021 08:48
Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 24. ágúst 2021 06:50