Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti: 500 mega koma saman og opnunartími lengdur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2021 11:47 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund, það er að segja að staðirnir mega hleypa gestum inn til miðnættis en verða að vera búnir að loka klukkan eitt. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund sem lauk rétt í þessu. Alls munu 1.500 mega koma saman á stórum sitjandi viðburðum þar sem krafa er gerð um framvísun neikvæðs hraðprófs. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig felld niður. Almenn fjarlægðartakmörk og grímuskylda verða þá óbreytt og verða því þeir sem starfa í miklu návígi við aðra, til dæmis hárgreiðslufólk, áfram að bera grímu. Þrjú til fjögur afbrigði „á radarnum“ Breytingarnar eru í fullkomnu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og að sögn Svandísar var samhljómur um þær á ríkisstjórnarfundi. „Það eru alltaf einhverjir sem vilja ganga lengra, einverjir sem vilja ganga skemur, einhver sem vill ræða grímunotkun, ræða fjarlægðir,“ sagði Svandís um samtal ráðherra. Spurð að því hvort kúrfan færi ekki bara upp aftur í kjölfar afléttinga vitnaði Svandís í sóttvarnalækni og sagði um að ræða varfærin skref. Hún sagði í raun lítið í samfélaginu sem væri háð takmörkunum en á radarnum væru þrjú eða fjögur afbrigði sem þyrfti að fylgjast með. Hún sagði það mikla breytingu fyrir leikhús og aðra svipaða starfsemi að geta nú haft 500 manns í sama hólfi og sömuleiðis fyrir það sem væri kallað „djammið“. Spurð um hættuna af djamminu benti hún á að bylgjurnar hefðu gjarnan byrjað þar. Breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. september til 6. október - Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns. Börn fædd 2006 og síðar verða nú undanþegin fjöldatakmörkunum og telja því ekki í hámarksfjölda. - Hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum verður 1.500 manns - Hraðprófsviðburðir geta verið standandi með 1 metra reglu (gríma ef 1 metra verður ekki viðkomið) - Séu þeir sitjandi þarf ekki að viðhafa 1 metra og ekki hafa grímu. - Áfram verður skylt að halda skrá yfir gesti en ekki skrá í sæti. - Nálægðartakmörkun verður almennt óbreytt 1 metri nema á sitjandi viðburðum og á skólaskemmtunum. - Grímuskylda verður að mestu óbreytt, þ.e. hafa þarf grímu innandyra þegar ekki er unnt að viðhafa 1 metra fjarlægð. - Veitingastaðir, þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, geta haft opið klukkustund lengur, til kl. 00.00 og tæma þarf staðina fyrir kl. 01.00. - Grunn- og framhaldsskólum verður gert heimilt að halda samkomur fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti að því gefnu að þeir framvísi neikvæðu hraðprófi sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt. Ekki verður gerð krafa um nálægðatakmörk eða grímuskyldu, en skylt verður að skrá gesti. Horfa til samstarfs við einkaaðila Ráðherra sagði útfærslu hraðprófanna lokið en skipuleggjendur hefðu kallað eftir því að boðið yrði upp á hraðprófin víðar en bara á Suðurlandsbraut og verið væri að skoða hvernig mætti koma til móts við þær óskir, meðal annars með samstarfi við einkaaðila. Svandís sagið sérstakan tíma framundan en sú reglugerð sem nú tæki gildi myndi ganga úr gildi eftir kosningar og í öðru umhverfi. Sömu sóttvarnalög yrðu hins vegar í gildi og sama ferli. Hún sagði það gæfu landsmanna að hlusta á það sem sóttvarnalæknir hefði haft fram að færa, jafnvel þótt menn hefðu haft misjafnar skoðanir. Samtalið um sóttvarnaaðgerðirnar hefði verið opið og sóttvarnalæknir hlustað á ólíkar raddir en látið heilsu og líf sæta forgangi. Ráðherra sagðist ekki geta spáð um framhaldið, hvort 500 manna fjöldatakmörkin væru komin til að vera. Það kæmi í ljós á næstu vikum og mánuðum hvernig tækist að halda faraldrinum í skefjum en hún teldi óhætt að horfa bjartsýnum augum fram á veginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund sem lauk rétt í þessu. Alls munu 1.500 mega koma saman á stórum sitjandi viðburðum þar sem krafa er gerð um framvísun neikvæðs hraðprófs. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig felld niður. Almenn fjarlægðartakmörk og grímuskylda verða þá óbreytt og verða því þeir sem starfa í miklu návígi við aðra, til dæmis hárgreiðslufólk, áfram að bera grímu. Þrjú til fjögur afbrigði „á radarnum“ Breytingarnar eru í fullkomnu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og að sögn Svandísar var samhljómur um þær á ríkisstjórnarfundi. „Það eru alltaf einhverjir sem vilja ganga lengra, einverjir sem vilja ganga skemur, einhver sem vill ræða grímunotkun, ræða fjarlægðir,“ sagði Svandís um samtal ráðherra. Spurð að því hvort kúrfan færi ekki bara upp aftur í kjölfar afléttinga vitnaði Svandís í sóttvarnalækni og sagði um að ræða varfærin skref. Hún sagði í raun lítið í samfélaginu sem væri háð takmörkunum en á radarnum væru þrjú eða fjögur afbrigði sem þyrfti að fylgjast með. Hún sagði það mikla breytingu fyrir leikhús og aðra svipaða starfsemi að geta nú haft 500 manns í sama hólfi og sömuleiðis fyrir það sem væri kallað „djammið“. Spurð um hættuna af djamminu benti hún á að bylgjurnar hefðu gjarnan byrjað þar. Breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. september til 6. október - Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns. Börn fædd 2006 og síðar verða nú undanþegin fjöldatakmörkunum og telja því ekki í hámarksfjölda. - Hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum verður 1.500 manns - Hraðprófsviðburðir geta verið standandi með 1 metra reglu (gríma ef 1 metra verður ekki viðkomið) - Séu þeir sitjandi þarf ekki að viðhafa 1 metra og ekki hafa grímu. - Áfram verður skylt að halda skrá yfir gesti en ekki skrá í sæti. - Nálægðartakmörkun verður almennt óbreytt 1 metri nema á sitjandi viðburðum og á skólaskemmtunum. - Grímuskylda verður að mestu óbreytt, þ.e. hafa þarf grímu innandyra þegar ekki er unnt að viðhafa 1 metra fjarlægð. - Veitingastaðir, þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, geta haft opið klukkustund lengur, til kl. 00.00 og tæma þarf staðina fyrir kl. 01.00. - Grunn- og framhaldsskólum verður gert heimilt að halda samkomur fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti að því gefnu að þeir framvísi neikvæðu hraðprófi sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt. Ekki verður gerð krafa um nálægðatakmörk eða grímuskyldu, en skylt verður að skrá gesti. Horfa til samstarfs við einkaaðila Ráðherra sagði útfærslu hraðprófanna lokið en skipuleggjendur hefðu kallað eftir því að boðið yrði upp á hraðprófin víðar en bara á Suðurlandsbraut og verið væri að skoða hvernig mætti koma til móts við þær óskir, meðal annars með samstarfi við einkaaðila. Svandís sagið sérstakan tíma framundan en sú reglugerð sem nú tæki gildi myndi ganga úr gildi eftir kosningar og í öðru umhverfi. Sömu sóttvarnalög yrðu hins vegar í gildi og sama ferli. Hún sagði það gæfu landsmanna að hlusta á það sem sóttvarnalæknir hefði haft fram að færa, jafnvel þótt menn hefðu haft misjafnar skoðanir. Samtalið um sóttvarnaaðgerðirnar hefði verið opið og sóttvarnalæknir hlustað á ólíkar raddir en látið heilsu og líf sæta forgangi. Ráðherra sagðist ekki geta spáð um framhaldið, hvort 500 manna fjöldatakmörkin væru komin til að vera. Það kæmi í ljós á næstu vikum og mánuðum hvernig tækist að halda faraldrinum í skefjum en hún teldi óhætt að horfa bjartsýnum augum fram á veginn.
Breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. september til 6. október - Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns. Börn fædd 2006 og síðar verða nú undanþegin fjöldatakmörkunum og telja því ekki í hámarksfjölda. - Hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum verður 1.500 manns - Hraðprófsviðburðir geta verið standandi með 1 metra reglu (gríma ef 1 metra verður ekki viðkomið) - Séu þeir sitjandi þarf ekki að viðhafa 1 metra og ekki hafa grímu. - Áfram verður skylt að halda skrá yfir gesti en ekki skrá í sæti. - Nálægðartakmörkun verður almennt óbreytt 1 metri nema á sitjandi viðburðum og á skólaskemmtunum. - Grímuskylda verður að mestu óbreytt, þ.e. hafa þarf grímu innandyra þegar ekki er unnt að viðhafa 1 metra fjarlægð. - Veitingastaðir, þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, geta haft opið klukkustund lengur, til kl. 00.00 og tæma þarf staðina fyrir kl. 01.00. - Grunn- og framhaldsskólum verður gert heimilt að halda samkomur fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti að því gefnu að þeir framvísi neikvæðu hraðprófi sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt. Ekki verður gerð krafa um nálægðatakmörk eða grímuskyldu, en skylt verður að skrá gesti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira