Fótbolti

Styttist í að Pelé losni af gjörgæslu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pelé varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu.
Pelé varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. getty/Robert Cianflone

Brasilíska goðsögnin Pelé losnar af gjörgæslu í dag eða á morgun eftir að hann gekkst undir aðgerð til að fjarlægja æxli úr ristli hans.

Pelé, sem varð áttræður á síðasta ári, hefur verið á sjúkrahúsi í Sao Paolo síðan 31. ágúst þegar æxlið greindist.

Samkvæmt dóttur Pelés, Kely Nascimento, hefur faðir hennar það ágætt og laus við allan sársauka. Hún segir að hann verði færður af gjörgæslu á næstu tveimur dögum.

Pelé hefur glímt við heilsubrest undanfarin ár. Hann gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli 2015 og fékk þvagfærasýkingu fyrir tveimur árum. Þá á hann erfitt með gang.

Pelé er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 77 mörk. Hann var líka lengi markahæsti landsliðsmaður Suður-Ameríku, eða þar til Lionel Messi sló met hans í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×