Erlent

Fyrstu tölur benda til þess að átta ára valdatíð Solberg sé á enda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jonas Gahr Støre mun líklega leiða stjórnarmyndunarviðræður miðað við fyrstu tölur.
Jonas Gahr Støre mun líklega leiða stjórnarmyndunarviðræður miðað við fyrstu tölur. EPA-EFE/Javad Parsa

Fyrstu tölur í þingkosningunum í Noregi benda til þess að Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre verði stærsti flokkurinn á þingi. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Ernu Solbergs forsætisráðherra muni falla.

Tölurnar voru birtar nú klukkan sjö að íslenskum tíma og benda þær til þess að rauða blokkin svokallaða, Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn, Vinstri sósíalistar, Rauði flokkurinn og Græningar nái meirihluta á þingi, eða 99 sætum samkvæmt NRK. Þar af er Verkamannaflokkurinn með 48 sæti.

Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Útlit er fyrir að bláa blokkin svokallaða nái aðeins 69 sætum en þar af er Íhaldsflokkurinn með 37 sæti.

Þannig segir í frétt NRK að miðað við fyrstu tölur muni Gahr Støre geta myndað draumaríkisstjórnina sína með Miðflokku og Vinstri sósíalistum, en til þess þurfa flokkarnir að ná 85 þingsætum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×