Fótbolti

Real Madríd til Ís­lands í desember

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Real Madríd mætir til Íslands í fimbulkulda og slyddu í desember.
Real Madríd mætir til Íslands í fimbulkulda og slyddu í desember. Oscar J. Barroso/Getty Images

Fyrr í dag var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna megin. Nú er ljóst hvenær leikirnir fara fram. Leikur Breiðabliks og Real Madríd fer fram miðvikudaginn 8. desember.

Í dag var ljóst að Breiðablik myndi vera í riðli með París Saint-Germain, Ral Madríd og WFC Kharkiv. Nú er búið að draga í riðla og verður forvitnilegt að sjá hvernig stórliðin tvö munu höndla vetrarhörkuna á Íslandi.

Leikir Breiðabliks í Meistaradeild Evrópu

1. umferð: 6. október: Breiðablik – PSG

2. umferð: 13. október: Real Madríd – Breiðablik

3. umferð: 9. nóvember: WFC Kharkiv – Breiðablik

4. umferð: 18. nóvember: Breiðablik – WFC Kharkiv

5. umferð: 8. desember: Breiðablik – Real Madríd

6. umferð: 16. desember: PSG - Breiðablik

Leikjadagskrána í heild sinni má sjá á vef UEFA. 


Tengdar fréttir

Breiðablik í riðli með PSG og Real Madrid

Breiðablik er í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

„Þið takið þær hundrað prósent“

Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.