Í dag var ljóst að Breiðablik myndi vera í riðli með París Saint-Germain, Ral Madríd og WFC Kharkiv. Nú er búið að draga í riðla og verður forvitnilegt að sjá hvernig stórliðin tvö munu höndla vetrarhörkuna á Íslandi.
Leikir Breiðabliks í Meistaradeild Evrópu
1. umferð: 6. október: Breiðablik – PSG
2. umferð: 13. október: Real Madríd – Breiðablik
3. umferð: 9. nóvember: WFC Kharkiv – Breiðablik
4. umferð: 18. nóvember: Breiðablik – WFC Kharkiv
5. umferð: 8. desember: Breiðablik – Real Madríd
6. umferð: 16. desember: PSG - Breiðablik
Leikjadagskrána í heild sinni má sjá á vef UEFA.