Erlent

Gerðu til­raunir með nýja gerð lang­drægrar stýri­flaugar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hinn 37 ára Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011.
Hinn 37 ára Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011. EPA

Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í morgun hafa prófað nýja gerð nokkuð landrægrar stýriflaugar sem ógnar stærstum hluta Japans.

Frá þessu greindi ríkismiðill landsins í morgun en flaugin var prófuð um helgina og er sögð hafa drægi upp á um 1.500 kílómetra. 

BBC segir frá því að Norður-Kóreumenn virðist því í óða önn að þróa fullkomnari vopn, þrátt fyrir matarskort og miklar efnahagsþrengingar sem dunið hafa á þjóðinni síðustu misserin.

Ríkismiðillinn fullyrðar að flaugarnar sem prófaðar voru um helgina hafi allar lent í hafinu úti fyrir ströndum Norður-Kóreu en ef fregnir af flauginni eru réttar er þetta fyrsta langdræga flaug þeirra sem mögulega getur borið kjarnavopn. 

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem landinu er bannað að þróa flaugar sem komast heimshorna á milli, en flaug af þeirri gerð sem prófuð var um helgina fellur líklega ekki undir slíka skilgreiningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.