Innlent

Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðný Emilíana Tórshamar var ein af stelpunum, sem sá um að myndskreyta ruslatunnurnar í sumar.
Guðný Emilíana Tórshamar var ein af stelpunum, sem sá um að myndskreyta ruslatunnurnar í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.

Vestmanneyingar virðast eiga lausn á öllum málum og eru oftar en ekki frumlegir þegar það þarf að bregðast við einhverju, sem þeir eru ekki sáttir við. Ruslatunnur Vestmannaeyjabæjar sem eru á ljósastaurum víðs vegar í bænum eru hefðbundnar ruslatunnur eins og sjást svo víða um land. Eyjamenn vildu láta sínar tunnur skera sig úr og því var ákveðið að myndskreyta þær í sumar og tókst verkefnið frábærlega. Þrjár listrænar stelpur unnu verkið í sumarstarfi hjá bænum.

„Já, við tókum grænu tunnurnar og lífguðum upp á þær með því að myndskreyta þær, hafa þetta svolítið fjölbreytt í staðinn fyrir að hafa bara grænar tunnur út í bæ.  Þetta er mest fígúrur og dýr, allt litríkt, sem vakið hefur mikla athygli,“ segir Guðný Emilíana Tórshamar, sem er ein af þeim, sem myndskreytti tunnurnar.

Fjórar ruslatunnur, sem eiga eftir að fara á ljósastaura og bíða spenntir eftir að fá rusl ofan í sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Tunnurnar vekja mikla athygli og mikla lukku, það er mikil ánægja með þetta verkefni okkar. Við höfum séð að fólk setur rusl miklu meira í tunnurnar og miklu frekar þegar þær eru svo áberandi og aðlaðandi,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar alsæll með tunnurnar.

Óskar Guðjón með eina tunnuna en hann segir að verkefnið hafi heppnast einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×