Erlent

Rannsaka hvort viðbrögð fyrrverandi ráðherra í upphafi faraldursins hafi verið saknæm

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Agnès Buzyn var heilbrigðisráðherra Frakklands þegar faraldurinn skall á.
Agnès Buzyn var heilbrigðisráðherra Frakklands þegar faraldurinn skall á. Daniel Pier/NurPhoto via Getty Images)

Sérstakur rannsóknarréttur franska lýðveldisins rannsakar nú hvort sækja eigi Agnès Buzyn, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Frakklands, til saka vegna viðbragða hennar í upphafi kórónuveirufaraldursins.

Rétturinn segist nú vera að rannsaka hvort að Buzyn hafi ógnað heilsu annarra og hvort að henni hafi mistekist að takast á við neyðarástand í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma síðasta árs.

Buzyn var heilbrigisráðherra í ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, frá árinu 2017 til febrúar árið 2020 þegar hún sagði af sér til að bjóða sig fram til borgarstjóra Parísarborgar, en þar hafði hún ekki erindi sem erfiði.

Í frétt BBC segir að rannsóknarrétturinn hafi haft viðbragð stjórnvalda í upphafi faraldursins til rannsóknar undanfarma mánuði.

 Það sem helst hafi vakið áhuga saksóknara á Buzyn séu staðhæfingar hennar eftir að hún lét af embætti að hún hafi sem ráðherra vitað að neyðarástand myndi skapast. Segir í frétt BBC að þetta sé þvert á það sem hún sagði er hún gegndi embætti ráðherra í upphafi faraldurs. Þá hafi hún staðhæft að ríkisstjórnin væri með hlutina undir stjórn.

Sjálf segir Buzyn að hún myndi fagna því að fá tækifæri til þess að útskýra hennar hlið svo koma mætti sannleikanum á hreint. Hún hafi fulla trú á því að ákvarðanir hennar og ríkisstjórnarinnar í upphafi faraldursins standist skoðun.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.