Svíþjóðardemókrati handtekinn grunaður um morð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2021 15:27 Maðurinn er talinn hafa orðið konu í Vestur-Gautlandi að bana í síðustu viku. Hann gegnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Svíþjóðardemókrata. EPA-EFE/Johan Nilsson Karlmaður hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa myrt konu í suðurhluta Vestur-Gautlands í síðustu viku. Maðurinn er sagður stjórnmálamaður í flokki Svíþjóðardemókrata og sinnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Konan var myrt 3. september síðastliðinn að sögn Per-Eriks Rinsell, saksóknara. Málið hefur enga athygli fengið í sænskum fjölmiðlum fyrr en nú. Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tíu mínútum síðan og er grunaður um morð. Maðurinn hefur neitað sök. Ég fór fram á gæsluvarðhald yfir honum vegna gruns um morð,“ sagði Rinsell fyrr í dag í samtali við sænska ríkisútvarpið. Gæsluvarðhaldið yfir manninum rennur út eftir viku og segir Rinsell nauðsynlegt að rannsakendur finni frekari vísbendingar sem bendi til sektar hans svo hægt sé að framlengja gæsluvarðhaldið. Rannsakendur vilji ekki tjá sig um samband hins grunaða og konunnar að svo stöddu. Svíþjóðardemókratar hafa vikið manninum frá trúnaðarstörfum tímabundið á meðan á rannsókn málsins stendur. „Við tökum þessum upplýsingum mjög alvarlega. Flokkurinn fylgist grannt með stöðu mála og mun grípa til aðgerða í samræmi við reglur flokksins,“ segir Ludvig Grufman, upplýsingafulltrúi Svíþjóðardemókrata, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Andreas Exner, formaður Svíþjóðardemókrata í Sjuhärad, tekur undir þetta. „Þetta er grafalvarlegt mál. Ég var satt best að segja í smá áfalli þegar ég frétti af þessu. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég sá þetta í fréttunum,“ segir hann. „Það er erfitt að trúa því að samstarfsmaður manns, sem maður þekkir, geti gert nokkuð svona lagað. Ég þekki hann og af minni reynslu er hann mjög rólegur maður. Það gerir þetta enn erfiðara.“ Svíþjóð Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Konan var myrt 3. september síðastliðinn að sögn Per-Eriks Rinsell, saksóknara. Málið hefur enga athygli fengið í sænskum fjölmiðlum fyrr en nú. Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tíu mínútum síðan og er grunaður um morð. Maðurinn hefur neitað sök. Ég fór fram á gæsluvarðhald yfir honum vegna gruns um morð,“ sagði Rinsell fyrr í dag í samtali við sænska ríkisútvarpið. Gæsluvarðhaldið yfir manninum rennur út eftir viku og segir Rinsell nauðsynlegt að rannsakendur finni frekari vísbendingar sem bendi til sektar hans svo hægt sé að framlengja gæsluvarðhaldið. Rannsakendur vilji ekki tjá sig um samband hins grunaða og konunnar að svo stöddu. Svíþjóðardemókratar hafa vikið manninum frá trúnaðarstörfum tímabundið á meðan á rannsókn málsins stendur. „Við tökum þessum upplýsingum mjög alvarlega. Flokkurinn fylgist grannt með stöðu mála og mun grípa til aðgerða í samræmi við reglur flokksins,“ segir Ludvig Grufman, upplýsingafulltrúi Svíþjóðardemókrata, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Andreas Exner, formaður Svíþjóðardemókrata í Sjuhärad, tekur undir þetta. „Þetta er grafalvarlegt mál. Ég var satt best að segja í smá áfalli þegar ég frétti af þessu. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég sá þetta í fréttunum,“ segir hann. „Það er erfitt að trúa því að samstarfsmaður manns, sem maður þekkir, geti gert nokkuð svona lagað. Ég þekki hann og af minni reynslu er hann mjög rólegur maður. Það gerir þetta enn erfiðara.“
Svíþjóð Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent