Þurfti að spyrna sér frá botninum eftir að hafa hætt í fótbolta: Varði mark Íslands á EM og HM Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 10. september 2021 11:01 Hannes Þór í leik gegn Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. EPA/PETER POWELL „Þetta er saga sem hefur verið sögð nokkuð oft en auðvitað er þetta óhefðbundin leið sem ég fór, engin spurning,“ sagði Hannes Þór Halldórsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um feril sinn með íslenska landsliðinu. „Ég var náttúrulega hættur í fótbolta í gegnum öll mín unglingsár og byrjaði ekki aftur af krafti fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá setti ég mikinn kraft í þetta, þurfti í raun að spyrna mér frá botninum og setja á mig vinnuhanskana. Langaði að sjá hvert það myndi taka mig.“ „Ég eyddi mörgum stundum hér – það er rétt hjá þér – að sparka á sjálfan mig því það var engin markmannsþjálfun í Leikni Reykjavík. Þannig þegar ég var yngri var ég mikið hérna,“ sagði Hannes Þór um hinn víðsfræga vegg sem hann notaði mikið til að æfa sig í marki á sínum yngri árum. Klippa: Hannes Þór þurfti að spyrna sér frá botninum „Auðvitað gekk allt upp. Fullt af augnablikum á leiðinni sem hefðu getað farið í aðrar áttir og þá hefði ég bara hætt í fótbolta og farið að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Hlutirnir féllu með mér á lykilaugnablikum. Til dæmis þegar ég fór í KR, ef ég hefði ekki farið í KR hefði ég sennilega hætt í Fram og farið í einhverja neðri deild og smám saman flosnað upp úr fótboltanum og farið að einbeita mér að vinnunni.“ „Eins og ég segi, það gekk allt saman upp og eftir stendur 10 ára landsliðsferill þar sem eitt leiddi af öðru. Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með þennan tíma því það eru ólýsanlegar stundir sem að við höfum upplifað og þetta hefur verið ævintýri líkast,“ sagði Hannes Þór að endingu um vegferð sína. Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
„Ég var náttúrulega hættur í fótbolta í gegnum öll mín unglingsár og byrjaði ekki aftur af krafti fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá setti ég mikinn kraft í þetta, þurfti í raun að spyrna mér frá botninum og setja á mig vinnuhanskana. Langaði að sjá hvert það myndi taka mig.“ „Ég eyddi mörgum stundum hér – það er rétt hjá þér – að sparka á sjálfan mig því það var engin markmannsþjálfun í Leikni Reykjavík. Þannig þegar ég var yngri var ég mikið hérna,“ sagði Hannes Þór um hinn víðsfræga vegg sem hann notaði mikið til að æfa sig í marki á sínum yngri árum. Klippa: Hannes Þór þurfti að spyrna sér frá botninum „Auðvitað gekk allt upp. Fullt af augnablikum á leiðinni sem hefðu getað farið í aðrar áttir og þá hefði ég bara hætt í fótbolta og farið að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Hlutirnir féllu með mér á lykilaugnablikum. Til dæmis þegar ég fór í KR, ef ég hefði ekki farið í KR hefði ég sennilega hætt í Fram og farið í einhverja neðri deild og smám saman flosnað upp úr fótboltanum og farið að einbeita mér að vinnunni.“ „Eins og ég segi, það gekk allt saman upp og eftir stendur 10 ára landsliðsferill þar sem eitt leiddi af öðru. Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með þennan tíma því það eru ólýsanlegar stundir sem að við höfum upplifað og þetta hefur verið ævintýri líkast,“ sagði Hannes Þór að endingu um vegferð sína.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00
Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05