Veður

Lítils­háttar skúrir víða um land

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu sjö til fimmtán stig.
Hiti á landinu verður á bilinu sjö til fimmtán stig. Vísir/Vilhelm

Spáð er suðvestan og vestan fimm til tíu metrum á sekúndu í dag og lítilsháttar skúrir víða um land. Suðaustantil á landinu verður hins vegar yfirleitt þurrt og bjart, og það léttir einnig til á Vestfjörðum með morgninum.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar, en hiti verður á bilinu sjö til fimmtán stig yfir daginn. Lægir seinnipartinn.

„Fremur hægur vindur á morgun, áfram dálítil væta með köflum og hiti 6 til 12 stig. Síðdegis léttir til sunnan- og vestanlands og kólnar í veðri, og aðfaranótt sunnudags eru líkur á næturfrosti allvíða á landinu.

Á sunnudag snýst svo í vaxandi suðaustanátt, og um kvöldið er útlit fyrir hvassa vindstrengi og talsverða rigningu sunnan- og vestanlands.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og væta með köflum, hiti 6 til 12 stig. Léttir til S- og V-lands síðdegis og kólnar í veðri.

Á sunnudag: Vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s síðdegis og talsverð rigning S- og V-lands, en heldur hægari og úrkomuminna NA-til. Hlýnandi.

Á mánudag: Suðaustan og sunnan 13-20 og rigning, sums staðar talsverð úrkoma, en styttir upp NA-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis.

Á þriðjudag: Minnkandi suðlæg átt og skúrir, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti 8 til 13 stig að deginum.

Á miðvikudag: Suðaustanátt og dálítil væta S- og V-lands, annars léttskýjað. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Austlæg átt og væta með köflum í flestum landshlutum. Milt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.