Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar, en hiti verður á bilinu sjö til fimmtán stig yfir daginn. Lægir seinnipartinn.
„Fremur hægur vindur á morgun, áfram dálítil væta með köflum og hiti 6 til 12 stig. Síðdegis léttir til sunnan- og vestanlands og kólnar í veðri, og aðfaranótt sunnudags eru líkur á næturfrosti allvíða á landinu.
Á sunnudag snýst svo í vaxandi suðaustanátt, og um kvöldið er útlit fyrir hvassa vindstrengi og talsverða rigningu sunnan- og vestanlands.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og væta með köflum, hiti 6 til 12 stig. Léttir til S- og V-lands síðdegis og kólnar í veðri.
Á sunnudag: Vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s síðdegis og talsverð rigning S- og V-lands, en heldur hægari og úrkomuminna NA-til. Hlýnandi.
Á mánudag: Suðaustan og sunnan 13-20 og rigning, sums staðar talsverð úrkoma, en styttir upp NA-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis.
Á þriðjudag: Minnkandi suðlæg átt og skúrir, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti 8 til 13 stig að deginum.
Á miðvikudag: Suðaustanátt og dálítil væta S- og V-lands, annars léttskýjað. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag: Austlæg átt og væta með köflum í flestum landshlutum. Milt í veðri.