Ótrúlegt og rándýrt listaverkasafn á uppboð vegna hatrammrar skilnaðardeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2021 23:31 Á meðan allt lék í lyndi hjá Harry og Lindu Macklowe söfnuðu þau listaverkum sem mynda einstakt listaverkasafn. Patrick McMullan/Southeby's Uppboðshaldarinn Sotheby's mun í vetur og á næsta ári halda uppboð á einstöku listaverkasafni sem sett var á sölu að skipan dómara í hatrammri skilnaðardeilu aldraðra milljarðamæringa. Selja á bestu bitana úr safninu svo hægt sé að ljúka deilunni. Safnið er í eigu Harry og Lindu Macklowe sem voru gift í 59 ár. Undanfarin fimm ár hafa þau staðið í hatrammri skilnaðardeilu sem hverfist einna helst um listaverkasafn þeirra, sem þykir einstakt. Skilnaðurinn var ljótur. Sem dæmi um það lét Harry hengja upp risastóra veggmynd af sér og nýrri eiginkonu hans á skýjaklúf við Central Park árið 2019. Íbúð í skýjaklúfrinum var á meðal þess sem hjónin fyrrverandi deildu um í skilnaðinum. Hjónin fyrrverandi, sem eru bæði á níræðisaldri, höfðu komið sér upp merku safni af listaverkum eftir listamenn á borð við Picasso, Rothko og Warhol, svo dæmi séu tekin. Alls eru verkin sem á að bjóða upp hjá Sotheby's í nóvember og maí næstkomandi metin á 600 milljónir dollara. Harry Macklowe auglýsti nýtt hjónaband sitt fyrir allra augum í New York.EPA-EFE/JUSTIN LANE Á undanförnum fimm árum hafa lögfræðingar hjónanna tekist á um hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli, hver fengi hvað. Deilurnar snérust einnig um hvernig ætti að verðleggja eignir hjónanna. Að lokum fór málið fyrir dómara sem fyrirskipaði að selja ætti 65 af verðmætustu verkunum í listaverkasafninu og skipta ágóðanum jafnt á milli hjónanna. Charles Stewart, forstjóri Southeby's, segir að uppboðið sé afar óvenjulegt, þar sem afar fátítt sé að svo verðmæt listaverk séu auglýst til sölu á sama tíma. Þeir sem ætla sér að bjóða í verkin þurfa þó líklega að eiga djúpa vasa, einstök verk í safninu eru metin á allt að sjötíu milljónir dollara. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um uppboðið hér. Bandaríkin Menning Myndlist Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Safnið er í eigu Harry og Lindu Macklowe sem voru gift í 59 ár. Undanfarin fimm ár hafa þau staðið í hatrammri skilnaðardeilu sem hverfist einna helst um listaverkasafn þeirra, sem þykir einstakt. Skilnaðurinn var ljótur. Sem dæmi um það lét Harry hengja upp risastóra veggmynd af sér og nýrri eiginkonu hans á skýjaklúf við Central Park árið 2019. Íbúð í skýjaklúfrinum var á meðal þess sem hjónin fyrrverandi deildu um í skilnaðinum. Hjónin fyrrverandi, sem eru bæði á níræðisaldri, höfðu komið sér upp merku safni af listaverkum eftir listamenn á borð við Picasso, Rothko og Warhol, svo dæmi séu tekin. Alls eru verkin sem á að bjóða upp hjá Sotheby's í nóvember og maí næstkomandi metin á 600 milljónir dollara. Harry Macklowe auglýsti nýtt hjónaband sitt fyrir allra augum í New York.EPA-EFE/JUSTIN LANE Á undanförnum fimm árum hafa lögfræðingar hjónanna tekist á um hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli, hver fengi hvað. Deilurnar snérust einnig um hvernig ætti að verðleggja eignir hjónanna. Að lokum fór málið fyrir dómara sem fyrirskipaði að selja ætti 65 af verðmætustu verkunum í listaverkasafninu og skipta ágóðanum jafnt á milli hjónanna. Charles Stewart, forstjóri Southeby's, segir að uppboðið sé afar óvenjulegt, þar sem afar fátítt sé að svo verðmæt listaverk séu auglýst til sölu á sama tíma. Þeir sem ætla sér að bjóða í verkin þurfa þó líklega að eiga djúpa vasa, einstök verk í safninu eru metin á allt að sjötíu milljónir dollara. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um uppboðið hér.
Bandaríkin Menning Myndlist Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira