Innlent

Tekur við sem for­maður Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar

Atli Ísleifsson skrifar
Otti Rafn Sigmarsson er nýr formaður Landsbjargar.
Otti Rafn Sigmarsson er nýr formaður Landsbjargar. Landsbjörg

Otti Rafn Sigmarsson var kosinn nýr formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á aðalfundi félagsins um síðustu helgi.

Í tilkynningu segir að Otti Rafn hafi setið í stjórn félagsins síðustu tvö kjörtímabil og gegnt embætti varaformanns undanfarin tvö ár.

Hann er félagi í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og verið virkur félagi í rúm tuttugu ár.

Í tilkynningu kemur fram að á landsþinginu hafi rúmlega þrjú hundruð fulltrúar aðildareininga tekið þátt í umræðum um starfsemi félagsins og framtíðarsýn.

„Þingið skoraði bæði á dómsmálaráðherra og ríkisstjórn Íslands. Áskorun til dómsmálaráðherra snýr að lagaumgjörð um peningarspil sem er í skoðun hjá vinnuhópi skipuðum af ráðuneytið fyrr á árinu og hefur heildarlagaumgjörð málaflokksins til endurskoðunar.

Mikið hefur mætt á almannavarnakerfinu undanfarin tvö ár og reynsla komin á þær breytingar sem gerðar hafa verið á kerfinu undanfarin ár. Þingið skorar á ríkisstjórnina að halda áfram af fullum þunga endurskoðun á lögum um almannavarnir,“ segir í tilkynningunni.

Ný stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar:

  • Otti Rafn Sigmarsson, formaður Björgunarsveitin Þorbjörn
  • Þorsteinn Þorkelsson, gjaldkeri Björgunarsveitin Ársæll
  • Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Björgunarsveitin Gerpir og Ársæll
  • Gísli V. Sigurðsson Björgunarsveitin Stjarnan
  • Hafdís Einarsdóttir Björgunarsveitin Skagfirðingasveit
  • Hildur Sigfúsdóttir Slysavarnadeildin Una
  • Valur S. Valgeirsson Björgunarsveitin Björg Suðureyri
  • Þorsteinn Ægir Egilsson Björgunarsveitin Hafliði
  • Þór Bínó Friðriksson Björgunarfélag Akranes


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×