Fullkomin byrjun Flick Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 15:30 Hansi Flick rífur í spaðann á manninum sem íslenska liðið komst einfaldlega ekki nálægt, Joshua Kimmich. Alex Grimm/Getty Images Eftir vægast sagt slakt Evrópumót í sumar þar sem hápunkturinn – og eini punkturinn – var sigur á Portúgal í stórskemmtilegum leik í riðlakeppninni hætti Joachim Löw störfum sem þjálfari þýska landsliðsins og Hansi Flick tók við. Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45