Fullkomin byrjun Flick Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 15:30 Hansi Flick rífur í spaðann á manninum sem íslenska liðið komst einfaldlega ekki nálægt, Joshua Kimmich. Alex Grimm/Getty Images Eftir vægast sagt slakt Evrópumót í sumar þar sem hápunkturinn – og eini punkturinn – var sigur á Portúgal í stórskemmtilegum leik í riðlakeppninni hætti Joachim Löw störfum sem þjálfari þýska landsliðsins og Hansi Flick tók við. Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Bein útsending: Þorsteinn tilkynnir hópinn fyrir leikina gegn Norður-Írum Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Bein útsending: Þorsteinn tilkynnir hópinn fyrir leikina gegn Norður-Írum Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45