Fullkomin byrjun Flick Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 15:30 Hansi Flick rífur í spaðann á manninum sem íslenska liðið komst einfaldlega ekki nálægt, Joshua Kimmich. Alex Grimm/Getty Images Eftir vægast sagt slakt Evrópumót í sumar þar sem hápunkturinn – og eini punkturinn – var sigur á Portúgal í stórskemmtilegum leik í riðlakeppninni hætti Joachim Löw störfum sem þjálfari þýska landsliðsins og Hansi Flick tók við. Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45