Fullkomin byrjun Flick Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 15:30 Hansi Flick rífur í spaðann á manninum sem íslenska liðið komst einfaldlega ekki nálægt, Joshua Kimmich. Alex Grimm/Getty Images Eftir vægast sagt slakt Evrópumót í sumar þar sem hápunkturinn – og eini punkturinn – var sigur á Portúgal í stórskemmtilegum leik í riðlakeppninni hætti Joachim Löw störfum sem þjálfari þýska landsliðsins og Hansi Flick tók við. Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45