Öskuillur Van Gaal: „Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, ert bara blaðamaður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 16:31 Louis van Gaal er einstakur í alla staði. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Hinn sjötugi þjálfari hollenska landsliðsins, Louis van Gaal, var ekki parsáttur við fullyrðingu blaðamanns fyrir leik Hollands og Tyrklands. Fullyrðingin sneri þó ekki að spilamennsku Hollands heldur að enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Holland rúllaði yfir Tyrkland í toppslag G-riðils í gær er liðin mættust í Amsterdam, lokatölur 6-1 Hollendingum í vil sem nýttu sér það að Çağlar Söyüncü, miðvörður Tyrklands, lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 3-0. Spilamennska Hollands er eitt en framkoma Louis van Gaal er annað. Eins og Vísir greindi frá er Van Gaal ekki par hrifinn af Formúlu 1 og nú er ljóst að hann er mikill aðdáandi Thomas Tuchel og Chelsea. Svo mikill aðdáandi er hann að þjálfarinn lét blaðamanninn Valentijn Drissen heyra það sem finnst Chelsea spila varnarsinnaðan bolta. „Það er alls ekki þannig Valentijn. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Mér þykir leitt að segja það en þú ert bara blaðamaður. Þú ert að reyna koma þinni sýn á framfæri en þú hefur enga fótboltasýn. Þú býrð yfir sýn fyrir dagblaðið þitt, frábært. Það vekur athygli og allt það,“ sagði Van Gaal öskuillur eftir að Drissen dirfðist að gefa til kynna að Chelsea væri varnarsinnað lið. Hann hélt svo áfram að láta blaðamanninn heyra það. „Það er hægt að sækja á góðan hátt með 5-3-2 eða 5-2-3 leikkerfi. Það sýnir Chelsea með fullt af mismunandi leikmönnum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Tuchel,“ bætti hann við og þóttist taka ósýnilegan hatt af höfði sínu. „Þú ættir að lesa bókina mína því ég held þú hafir gert það,“ sagði Van Gaal að endingu. Myndband af þessum orðaskiptum má sjá hér að neðan. Einnig sést Memphis, aðalstjarna Hollands, glotta við tönn og taka góðan vatnssopa er Van Gaal byrjaði að láta gamminn geysa. Memphis Depay's "Oh, mate, you've really gone and done it now" mood as he quietly laughs and drinks his water is perfect.pic.twitter.com/pZDZgrxA8W— MUNDIAL (@MundialMag) September 7, 2021 Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18 Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59 Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Holland rúllaði yfir Tyrkland í toppslag G-riðils í gær er liðin mættust í Amsterdam, lokatölur 6-1 Hollendingum í vil sem nýttu sér það að Çağlar Söyüncü, miðvörður Tyrklands, lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 3-0. Spilamennska Hollands er eitt en framkoma Louis van Gaal er annað. Eins og Vísir greindi frá er Van Gaal ekki par hrifinn af Formúlu 1 og nú er ljóst að hann er mikill aðdáandi Thomas Tuchel og Chelsea. Svo mikill aðdáandi er hann að þjálfarinn lét blaðamanninn Valentijn Drissen heyra það sem finnst Chelsea spila varnarsinnaðan bolta. „Það er alls ekki þannig Valentijn. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Mér þykir leitt að segja það en þú ert bara blaðamaður. Þú ert að reyna koma þinni sýn á framfæri en þú hefur enga fótboltasýn. Þú býrð yfir sýn fyrir dagblaðið þitt, frábært. Það vekur athygli og allt það,“ sagði Van Gaal öskuillur eftir að Drissen dirfðist að gefa til kynna að Chelsea væri varnarsinnað lið. Hann hélt svo áfram að láta blaðamanninn heyra það. „Það er hægt að sækja á góðan hátt með 5-3-2 eða 5-2-3 leikkerfi. Það sýnir Chelsea með fullt af mismunandi leikmönnum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Tuchel,“ bætti hann við og þóttist taka ósýnilegan hatt af höfði sínu. „Þú ættir að lesa bókina mína því ég held þú hafir gert það,“ sagði Van Gaal að endingu. Myndband af þessum orðaskiptum má sjá hér að neðan. Einnig sést Memphis, aðalstjarna Hollands, glotta við tönn og taka góðan vatnssopa er Van Gaal byrjaði að láta gamminn geysa. Memphis Depay's "Oh, mate, you've really gone and done it now" mood as he quietly laughs and drinks his water is perfect.pic.twitter.com/pZDZgrxA8W— MUNDIAL (@MundialMag) September 7, 2021
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18 Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59 Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18
Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59
Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31