Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2021 12:07 Þórólfur Guðnason vísar því til föðurhúsana að sóttvarnaryfirvöld séu að rústa menningarlífi í landinu. Kári Stefánsson hefur lagt til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar. vísir/samsett Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. Dómsmálaráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær binda vonir við að hægt væri að stíga skref til afléttinga áður en núgildandi takmarkair renna úr gildi föstudaginn 17. spetember vegna góðrar stöðu á Landspítalanum og í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. Heilbrigðisráðherra tók undir að staðan gefi tilefni til tilslakana. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist nú vinna að nýju minnisblaði og gerir ráð fyrir að senda það á næstu dögum. Hann telur ekki ástæðu til þess að nýjar reglur taki gildi fyrir föstudaginn í næstu viku en bendir á að það sé í höndum ráðherra. „Ég tel að við þurfum að flýta okkur hægt og ég sé ekki neinar sérstakar forsendur fyrir því að vera flýta sér eitthvað meira en við höfum ákveðið til þessa. Reglugerðin sem nú er í gildi er ekki komin að fullu til framkvæmda einu sinni. Þannig ég held að við ættum að flýta okkur hægt en ég held þó að það sé alveg ráðrúm til tilslakana,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, skrifðaði grein á Vísi á dögunum þar sem hann leggur til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar og gagnrýndi sóttvarnaryfirvöld fyrir óskýrleika. „Kári er í jötunmóð og hefur sveiflað sverðinu til hægri og vinstri og meðal annars beint því að fóstbróður sínum í Covid að þessu sinni. Hann er með hugmyndir um miklu meiri tilslakanir, eða töluvert meiri, en við erum með og hann hefur yfirleitt verið á hinni línunni. Þetta er bara ágætis innlegg í umræðuna en hins vegar er margt sem þarna kemur fram. Eins og til dæmis að við séum óskýr og höfum ekki trú á því sem við erum að gera núna. Ég skil ekki alveg hvað er meint með því,“ segir Þórólfur. „Annað sem kom mér mjög á óvart er að það sé verið að kenna okkur um það að leggja listalífið í rúst. Ég skil ekki þá ásökun og við höfum verið í samráði við forsvarsmenn sviðslista um þessar tilslakanir sem eru í gangi núna. Ég vísa því nú til föðurhúsanna að við séum að eyðileggja listalíf í landinu.“ Þórólfur telur ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir. „Ég fellst ekki á það og við reyndum það um mánaðarmótin júní/júlí með afleiðingum sem mér finnst margir vera búnir að gleyma. Faraldurinn fór á flug og um 2,5 prósent af þeim sem hafa smitast hafa þurft að leggjast inn á spítala. Hundrað manns hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og ef við fáum meiri útbreiðslu í faraldrinum heldur en þetta fáum við bara enn þá fleiri inn á spítala.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær binda vonir við að hægt væri að stíga skref til afléttinga áður en núgildandi takmarkair renna úr gildi föstudaginn 17. spetember vegna góðrar stöðu á Landspítalanum og í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. Heilbrigðisráðherra tók undir að staðan gefi tilefni til tilslakana. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist nú vinna að nýju minnisblaði og gerir ráð fyrir að senda það á næstu dögum. Hann telur ekki ástæðu til þess að nýjar reglur taki gildi fyrir föstudaginn í næstu viku en bendir á að það sé í höndum ráðherra. „Ég tel að við þurfum að flýta okkur hægt og ég sé ekki neinar sérstakar forsendur fyrir því að vera flýta sér eitthvað meira en við höfum ákveðið til þessa. Reglugerðin sem nú er í gildi er ekki komin að fullu til framkvæmda einu sinni. Þannig ég held að við ættum að flýta okkur hægt en ég held þó að það sé alveg ráðrúm til tilslakana,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, skrifðaði grein á Vísi á dögunum þar sem hann leggur til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar og gagnrýndi sóttvarnaryfirvöld fyrir óskýrleika. „Kári er í jötunmóð og hefur sveiflað sverðinu til hægri og vinstri og meðal annars beint því að fóstbróður sínum í Covid að þessu sinni. Hann er með hugmyndir um miklu meiri tilslakanir, eða töluvert meiri, en við erum með og hann hefur yfirleitt verið á hinni línunni. Þetta er bara ágætis innlegg í umræðuna en hins vegar er margt sem þarna kemur fram. Eins og til dæmis að við séum óskýr og höfum ekki trú á því sem við erum að gera núna. Ég skil ekki alveg hvað er meint með því,“ segir Þórólfur. „Annað sem kom mér mjög á óvart er að það sé verið að kenna okkur um það að leggja listalífið í rúst. Ég skil ekki þá ásökun og við höfum verið í samráði við forsvarsmenn sviðslista um þessar tilslakanir sem eru í gangi núna. Ég vísa því nú til föðurhúsanna að við séum að eyðileggja listalíf í landinu.“ Þórólfur telur ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir. „Ég fellst ekki á það og við reyndum það um mánaðarmótin júní/júlí með afleiðingum sem mér finnst margir vera búnir að gleyma. Faraldurinn fór á flug og um 2,5 prósent af þeim sem hafa smitast hafa þurft að leggjast inn á spítala. Hundrað manns hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og ef við fáum meiri útbreiðslu í faraldrinum heldur en þetta fáum við bara enn þá fleiri inn á spítala.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Sjá meira