Innlent

Ekið á hjólreiðamann í miðborginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Hjólreiðamaður á ferð í Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.
Hjólreiðamaður á ferð í Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/Vilhelm

Karlmaður um fimmtugt slasaðist þegar ekið var á hann á horni Tryggvagötu og Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur síðdegis í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var hjólreiðamaðurinn fluttur á slysadeild. Hann var þá með áverka á hendi og baki.

Ekki lágu fyrir frekari upplýsingar um ökumanninn né hvers konar bifreið hann ók á hjólreiðamanninn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×