Innlent

Höfnuðu eina tilboðinu og bjóða út flugstöðina á ný

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tölvuteiknið mynd af hinni fyrirhuguðu viðbyggingu sem hér er gráleit. Flugstöðin sem fyrir er hvíta byggingin.
Tölvuteiknið mynd af hinni fyrirhuguðu viðbyggingu sem hér er gráleit. Flugstöðin sem fyrir er hvíta byggingin. Isavia

Isavia hefur hafnað eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingum á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er á að bjóða út verkið á ný.

Frá þessu er greint á Akureyri.net þar sem segir að fyrirtækuð Húsheild ehf. í Mývatnssveit hafi verið eini vertakinn sem bauð í verkið.

Húsheild bauð 910 milljónir en haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra innanlandsflugvalla Isavia, að það sé mun hærra en kostnaðaráætlun geri ráð fyrir.

Þar er einnig haft eftir henni að verktökum hafi þótt ýmis útboðsskilyrði of ströng og því sé verið að að fara yfir útboðsgögnin með það að markmiði að bjóða verkið út að nýju í október.

Stefnt er að því að taka nýja flugstöð í notkun árið 2023 en framkvæmdir við stærra flughlað við flugvöllinn eru hafnar.

Heimamenn hafa lengi kallað eftir því að aðstaðan verði bætt á Akureyrarflugvelli svo taka megi við fleiri farþegum í einu. Dæmi eru um það að farþegar sem koma til Akureyri um flugvöllinn frá útlöndum hafi þurft að bíða í strætisvögnum á flughlaðinu, þar sem ekki var pláss fyrir alla að bíða í biðröð í flugstöðinni eftir því að komast í öryggisleit.


Tengdar fréttir

Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll

Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið.

Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk

Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári.

Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt

Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðahópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.