Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2020 08:06 Flugstöðin á Akureyrarflugvelli verður stækkuð. Er áætlað að viðbyggingin verði um þúsund fermetrar. Isavia Nauðsynlegt er að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. Þetta kemur fram í niðurstöðum í skýrslu aðgerðahóps sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði til að meta þörf fyrir aðstöðu og þjónustu í flugstöð á Akureyrarflugvelli. Leggur hópurinn til að þúsund fermetra viðbygging verði reist við flugstöðina og flughlaðið stækkað. Áætlar ráðherra að framkvæmdirnar verði til um níutíu ársverk í hönnunar- og verktakavinnu. Þúsund fermetra viðbygging Í tilkynningu á vef samgönguráðuneytisins kemur fram að hópurinn telji núverandi flugstöð vera of litla og aðstöðu ófullnægjandi til að sinna hlutverki sínu til framtíðar. Leggur hópurinn til að ráðist verði í hönnun þúsund fermetra viðbyggingar svo hægt verði að afgreiða allt að 220 sæta millilandavél á innan við klukkutíma samhliða sjötíu sæta innanlandsvél. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í desember síðastliðinn um vinnu aðgerðahópsins. „Í skýrslunni er gert ráð viðbyggingu við núverandi flugstöð og að hönnun hennar verði sveigjanleg til að hægt verði að stækka bygginguna eða breyta nýtingu einstakra svæða. Kostnaður er áætlaður um 900 m.kr. og lagt er til að þegar í stað verði ráðist í hönnun, færslu olíutanka og jarðvinnu þannig að byggingarframkvæmdir geti hafist strax að hönnun lokinni. Áætlað er að við framkvæmdir við viðbygginguna verði til um 50 ársverk,“ segir á vef ráðuneytisins. Níutíu ársverk Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að það sé ánægjulegt að geta stigið mikilvægt og myndarlegt skref að frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli sem gátt inn til landsins. Sjá einnig: Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt „Hafist verður handa við hönnun og síðar stækkun á flugstöðinni á Akureyri innan skamms. Tími fjárfestinga er núna og fyrir Norður- og Austurland skiptir öllu máli að vera vel í stakk búinn til að taka á móti ferðamönnum þegar Covid-tímabilið er afstaðið.“ Sigurður Ingi segir að samhliða stækkun á flugstöðinni verði flughlaðið á Akureyrarflugvelli stækkað til að koma á móts við aukin umsvif og öryggi vallarins. „Áætlað er að við báðar þessar framkvæmdirnar verði til um 90 ársverk, í hönnunar- og verktakavinnu,“ er haft eftir ráðherra. Að neðan má sjá færslu Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar hjá Circle Air frá í gær þar sem hann birtir mynd af mögulegri útfærslu útfærslu flugstöðvarinnar. Fréttir af flugi Akureyri Samgöngur Akureyrarflugvöllur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Nauðsynlegt er að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. Þetta kemur fram í niðurstöðum í skýrslu aðgerðahóps sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði til að meta þörf fyrir aðstöðu og þjónustu í flugstöð á Akureyrarflugvelli. Leggur hópurinn til að þúsund fermetra viðbygging verði reist við flugstöðina og flughlaðið stækkað. Áætlar ráðherra að framkvæmdirnar verði til um níutíu ársverk í hönnunar- og verktakavinnu. Þúsund fermetra viðbygging Í tilkynningu á vef samgönguráðuneytisins kemur fram að hópurinn telji núverandi flugstöð vera of litla og aðstöðu ófullnægjandi til að sinna hlutverki sínu til framtíðar. Leggur hópurinn til að ráðist verði í hönnun þúsund fermetra viðbyggingar svo hægt verði að afgreiða allt að 220 sæta millilandavél á innan við klukkutíma samhliða sjötíu sæta innanlandsvél. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í desember síðastliðinn um vinnu aðgerðahópsins. „Í skýrslunni er gert ráð viðbyggingu við núverandi flugstöð og að hönnun hennar verði sveigjanleg til að hægt verði að stækka bygginguna eða breyta nýtingu einstakra svæða. Kostnaður er áætlaður um 900 m.kr. og lagt er til að þegar í stað verði ráðist í hönnun, færslu olíutanka og jarðvinnu þannig að byggingarframkvæmdir geti hafist strax að hönnun lokinni. Áætlað er að við framkvæmdir við viðbygginguna verði til um 50 ársverk,“ segir á vef ráðuneytisins. Níutíu ársverk Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að það sé ánægjulegt að geta stigið mikilvægt og myndarlegt skref að frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli sem gátt inn til landsins. Sjá einnig: Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt „Hafist verður handa við hönnun og síðar stækkun á flugstöðinni á Akureyri innan skamms. Tími fjárfestinga er núna og fyrir Norður- og Austurland skiptir öllu máli að vera vel í stakk búinn til að taka á móti ferðamönnum þegar Covid-tímabilið er afstaðið.“ Sigurður Ingi segir að samhliða stækkun á flugstöðinni verði flughlaðið á Akureyrarflugvelli stækkað til að koma á móts við aukin umsvif og öryggi vallarins. „Áætlað er að við báðar þessar framkvæmdirnar verði til um 90 ársverk, í hönnunar- og verktakavinnu,“ er haft eftir ráðherra. Að neðan má sjá færslu Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar hjá Circle Air frá í gær þar sem hann birtir mynd af mögulegri útfærslu útfærslu flugstöðvarinnar.
Fréttir af flugi Akureyri Samgöngur Akureyrarflugvöllur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira