Erlent

Skutu að hópi mótmælenda í Kabúl

Þorgils Jónsson skrifar
Allt að 500 manns eru talin hafa safnast saman í Kabúl í dag til mótmæla gegn Talibönum og stjórnvöldum í Pakistan. Talibanar, sem hafa tekið öll völd í Afganistan, skutu að mótmælendum og stökktu þeim á flótta.
Allt að 500 manns eru talin hafa safnast saman í Kabúl í dag til mótmæla gegn Talibönum og stjórnvöldum í Pakistan. Talibanar, sem hafa tekið öll völd í Afganistan, skutu að mótmælendum og stökktu þeim á flótta.

Sveitir Talibana leystu upp mótmæli í höfuðborginni Kabúl í dag og tóku marga blaðamenn höndum. Þetta eru talin fjölmennustu mótmælin sem fram hafa farið eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í síðasta mánuði.

Allt að 500 manns höfðu safnast saman utan við sendiráð Pakistans í borginni, þar af tugir kvenna, til að mótmæla afskiptum stjórnvalda í Islamabad af innanríkismálum í Afganistan.

Mótmælendur sökuðu Pakistan um að hafa aðstoðað Talibana við að leggja undir sig Panjshir-dal með leiftursókn í gær, en það var síðasta hérað landsins sem veitti Talibönum mótspyrnu.

Áður höfðu Talibanar barið niður mótmæli á laugardag, en þegar samkoman í dag færði sig um set og fór að nálgast forsetahöllina, hófu þeir skothríð og stökktu fólki á flótta.

Fram kemur í frétt AP að enn séu hundruð Afgana að freista þess að komast úr landinu, meðal annars bíði 2.000 manns í borginni Mazar-e-Sharif eftir að komast um borð í fjórar farþegaþotur sem þar eru.

Talibanar hafa heitið því að hleypa úr landi öllum þeim sem hafa vegabréfsáritanir, en óvíst er hvort þessi hópur uppfylli það skilyrði.

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að samningaviðræður hafi staðið yfir við Talibana um áframhaldandi brottflutninga á næstunni.


Tengdar fréttir

Lofar andspyrnu gegn Talibönum

Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram.

Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir

Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl.

Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi

Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni.

Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi

Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×