Erlent

Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Konur í Afganistan krefjast þess að fá sæti við borðið þegar kemur að stjórn landsins.
Konur í Afganistan krefjast þess að fá sæti við borðið þegar kemur að stjórn landsins. (AP Photo/Wali Sabawoon)

Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni.

Í frétt BBC segir að tugir kvenna hafi mótmælt Talibönum í gær með því að ætla sér að ganga að forsetahöllinni í Kabúl. Krefjast konurnar þess að þeim verði leyft að vinna og að konur verði hluti af ríkisstjórn Talibana.

Framtíð kvenna í Afganistan hefur verið sögð dökk eftir að Talibanar náðu völdum á landinu á ný, tuttugu árum eftir að þeim var komið frá völdum eftir innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001.

Konur nutu nær engra réttinda og grimmilegum refsingum var beitt þegar talibanar réðu lögum og lofum frá 1996 til 2001. Margir óttast að þetta verði veruleiki kvenna nú eftir að Talibanar hafa tekið völdin.

Talsmenn þeirra hafa þó sagt að þeir stefni á að vera hófsamari nú en áður, og að konur muni fá að taka þátt í stjórn landsins, þó að kona muni ekki gegna stöðu ráðherra í ríkisstjórn Talibana, sem nú er í myndun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.