Gerum okkur grein fyrir því að við verðum minna með boltann á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 17:01 Arnar Þór Viðarsson reiknar ekki með að Ísland verði mikið með boltann á morgun. Getty „Held það þurfi ekki að segja fólki hversu góðir Þjóðverjarnir eru og geta verið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um leik liðsins á morgun er Þýskaland mætir á Laugardalsvöll. Þýskaland er á toppi J-riðils með 12 stig eftir fimm leiki á meðan Ísland er með fjögur stig. Óvænt tap gegn Norður-Makedóníu í 3. umferð undankeppninnar er eina skiptið þar sem Þýskaland hefur tapað stigum. „Þjóðverjar hafa undanfarin 10 ár þróað leik sinn í átt að nútíma knattspyrnu. Þeir eru mjög sókndjarfir og geta spilað mismunandi leikkerfi. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar milli síðustu tveggja leikja hjá þeim.“ Joachim Löw hætti sem þjálfari þýska liðsins að Evrópumótinu loknu og Hansi Flick tók við. Undir hans stjórn hefur Þýskaland unnið 6-0 sigur á Armeníu og 2-0 sigur á Liechtenstein. Arnar Þór segir þýska liðið nokkuð svipað og við höfum séð undanfarin ár. „Það eru samt að spila svipað og þeir gerðu undir fyrrum þjálfara. Það hefur ekki mikið breyst. Þeir vilja sækja á mörgum mönnum. Það er mikil hreyfing án bolta. Þeir reyna að finna sömu svæði sóknarlega og vilja pressa hátt.“ „Til að við getum náð í jákvæð úrslit þurfum við að vera þéttir og loka ákveðnum svæðum mjög vel. Við þurfum að vera mjög duglegir og þurfum að geta fært liðið mjög hratt. Þá þurfum við að nýta okkur hraðar sóknir þegar tækifæri gefst. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum mun minna með boltann á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu. Ísland mætir Þýskalandi klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Þýskaland er á toppi J-riðils með 12 stig eftir fimm leiki á meðan Ísland er með fjögur stig. Óvænt tap gegn Norður-Makedóníu í 3. umferð undankeppninnar er eina skiptið þar sem Þýskaland hefur tapað stigum. „Þjóðverjar hafa undanfarin 10 ár þróað leik sinn í átt að nútíma knattspyrnu. Þeir eru mjög sókndjarfir og geta spilað mismunandi leikkerfi. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar milli síðustu tveggja leikja hjá þeim.“ Joachim Löw hætti sem þjálfari þýska liðsins að Evrópumótinu loknu og Hansi Flick tók við. Undir hans stjórn hefur Þýskaland unnið 6-0 sigur á Armeníu og 2-0 sigur á Liechtenstein. Arnar Þór segir þýska liðið nokkuð svipað og við höfum séð undanfarin ár. „Það eru samt að spila svipað og þeir gerðu undir fyrrum þjálfara. Það hefur ekki mikið breyst. Þeir vilja sækja á mörgum mönnum. Það er mikil hreyfing án bolta. Þeir reyna að finna sömu svæði sóknarlega og vilja pressa hátt.“ „Til að við getum náð í jákvæð úrslit þurfum við að vera þéttir og loka ákveðnum svæðum mjög vel. Við þurfum að vera mjög duglegir og þurfum að geta fært liðið mjög hratt. Þá þurfum við að nýta okkur hraðar sóknir þegar tækifæri gefst. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum mun minna með boltann á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu. Ísland mætir Þýskalandi klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45
Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00
Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55