Gerum okkur grein fyrir því að við verðum minna með boltann á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 17:01 Arnar Þór Viðarsson reiknar ekki með að Ísland verði mikið með boltann á morgun. Getty „Held það þurfi ekki að segja fólki hversu góðir Þjóðverjarnir eru og geta verið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um leik liðsins á morgun er Þýskaland mætir á Laugardalsvöll. Þýskaland er á toppi J-riðils með 12 stig eftir fimm leiki á meðan Ísland er með fjögur stig. Óvænt tap gegn Norður-Makedóníu í 3. umferð undankeppninnar er eina skiptið þar sem Þýskaland hefur tapað stigum. „Þjóðverjar hafa undanfarin 10 ár þróað leik sinn í átt að nútíma knattspyrnu. Þeir eru mjög sókndjarfir og geta spilað mismunandi leikkerfi. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar milli síðustu tveggja leikja hjá þeim.“ Joachim Löw hætti sem þjálfari þýska liðsins að Evrópumótinu loknu og Hansi Flick tók við. Undir hans stjórn hefur Þýskaland unnið 6-0 sigur á Armeníu og 2-0 sigur á Liechtenstein. Arnar Þór segir þýska liðið nokkuð svipað og við höfum séð undanfarin ár. „Það eru samt að spila svipað og þeir gerðu undir fyrrum þjálfara. Það hefur ekki mikið breyst. Þeir vilja sækja á mörgum mönnum. Það er mikil hreyfing án bolta. Þeir reyna að finna sömu svæði sóknarlega og vilja pressa hátt.“ „Til að við getum náð í jákvæð úrslit þurfum við að vera þéttir og loka ákveðnum svæðum mjög vel. Við þurfum að vera mjög duglegir og þurfum að geta fært liðið mjög hratt. Þá þurfum við að nýta okkur hraðar sóknir þegar tækifæri gefst. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum mun minna með boltann á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu. Ísland mætir Þýskalandi klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Þýskaland er á toppi J-riðils með 12 stig eftir fimm leiki á meðan Ísland er með fjögur stig. Óvænt tap gegn Norður-Makedóníu í 3. umferð undankeppninnar er eina skiptið þar sem Þýskaland hefur tapað stigum. „Þjóðverjar hafa undanfarin 10 ár þróað leik sinn í átt að nútíma knattspyrnu. Þeir eru mjög sókndjarfir og geta spilað mismunandi leikkerfi. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar milli síðustu tveggja leikja hjá þeim.“ Joachim Löw hætti sem þjálfari þýska liðsins að Evrópumótinu loknu og Hansi Flick tók við. Undir hans stjórn hefur Þýskaland unnið 6-0 sigur á Armeníu og 2-0 sigur á Liechtenstein. Arnar Þór segir þýska liðið nokkuð svipað og við höfum séð undanfarin ár. „Það eru samt að spila svipað og þeir gerðu undir fyrrum þjálfara. Það hefur ekki mikið breyst. Þeir vilja sækja á mörgum mönnum. Það er mikil hreyfing án bolta. Þeir reyna að finna sömu svæði sóknarlega og vilja pressa hátt.“ „Til að við getum náð í jákvæð úrslit þurfum við að vera þéttir og loka ákveðnum svæðum mjög vel. Við þurfum að vera mjög duglegir og þurfum að geta fært liðið mjög hratt. Þá þurfum við að nýta okkur hraðar sóknir þegar tækifæri gefst. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum mun minna með boltann á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu. Ísland mætir Þýskalandi klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45
Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00
Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55