Gerum okkur grein fyrir því að við verðum minna með boltann á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 17:01 Arnar Þór Viðarsson reiknar ekki með að Ísland verði mikið með boltann á morgun. Getty „Held það þurfi ekki að segja fólki hversu góðir Þjóðverjarnir eru og geta verið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um leik liðsins á morgun er Þýskaland mætir á Laugardalsvöll. Þýskaland er á toppi J-riðils með 12 stig eftir fimm leiki á meðan Ísland er með fjögur stig. Óvænt tap gegn Norður-Makedóníu í 3. umferð undankeppninnar er eina skiptið þar sem Þýskaland hefur tapað stigum. „Þjóðverjar hafa undanfarin 10 ár þróað leik sinn í átt að nútíma knattspyrnu. Þeir eru mjög sókndjarfir og geta spilað mismunandi leikkerfi. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar milli síðustu tveggja leikja hjá þeim.“ Joachim Löw hætti sem þjálfari þýska liðsins að Evrópumótinu loknu og Hansi Flick tók við. Undir hans stjórn hefur Þýskaland unnið 6-0 sigur á Armeníu og 2-0 sigur á Liechtenstein. Arnar Þór segir þýska liðið nokkuð svipað og við höfum séð undanfarin ár. „Það eru samt að spila svipað og þeir gerðu undir fyrrum þjálfara. Það hefur ekki mikið breyst. Þeir vilja sækja á mörgum mönnum. Það er mikil hreyfing án bolta. Þeir reyna að finna sömu svæði sóknarlega og vilja pressa hátt.“ „Til að við getum náð í jákvæð úrslit þurfum við að vera þéttir og loka ákveðnum svæðum mjög vel. Við þurfum að vera mjög duglegir og þurfum að geta fært liðið mjög hratt. Þá þurfum við að nýta okkur hraðar sóknir þegar tækifæri gefst. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum mun minna með boltann á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu. Ísland mætir Þýskalandi klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Þýskaland er á toppi J-riðils með 12 stig eftir fimm leiki á meðan Ísland er með fjögur stig. Óvænt tap gegn Norður-Makedóníu í 3. umferð undankeppninnar er eina skiptið þar sem Þýskaland hefur tapað stigum. „Þjóðverjar hafa undanfarin 10 ár þróað leik sinn í átt að nútíma knattspyrnu. Þeir eru mjög sókndjarfir og geta spilað mismunandi leikkerfi. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar milli síðustu tveggja leikja hjá þeim.“ Joachim Löw hætti sem þjálfari þýska liðsins að Evrópumótinu loknu og Hansi Flick tók við. Undir hans stjórn hefur Þýskaland unnið 6-0 sigur á Armeníu og 2-0 sigur á Liechtenstein. Arnar Þór segir þýska liðið nokkuð svipað og við höfum séð undanfarin ár. „Það eru samt að spila svipað og þeir gerðu undir fyrrum þjálfara. Það hefur ekki mikið breyst. Þeir vilja sækja á mörgum mönnum. Það er mikil hreyfing án bolta. Þeir reyna að finna sömu svæði sóknarlega og vilja pressa hátt.“ „Til að við getum náð í jákvæð úrslit þurfum við að vera þéttir og loka ákveðnum svæðum mjög vel. Við þurfum að vera mjög duglegir og þurfum að geta fært liðið mjög hratt. Þá þurfum við að nýta okkur hraðar sóknir þegar tækifæri gefst. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum mun minna með boltann á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu. Ísland mætir Þýskalandi klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45
Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00
Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55