„Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2021 11:53 Baldur Þórhallsson segir nauðsynlegt að auka umræðu um utanríkismál, bæði í samfélaginu og á þingi. Vísir/Hanna „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni. Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni.
Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira