Erlent

Segjast nú hafa landið allt á valdi sínu en andspyrnan gefst ekki upp

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Zabihullah Mujahid, talsmaður talíbana, fullyrti á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu nú yfirráð yfir landinu öllu.
Zabihullah Mujahid, talsmaður talíbana, fullyrti á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu nú yfirráð yfir landinu öllu. epa

Talíbanar hafa nú ítrekað þær fullyrðingar sínar að þeir hafi náð fullum yfirráðum yfir Panjshir-dal norður af Kabúl í Afganistan.

Þangað höfðu síðustu andspyrnumenn gegn þeim flúið en nú hafa talíbanar birt myndir af fána þeirra blaktandi við hún við skrifstofur héraðsstjóra svæðisins. 

Andspyrnumenn segjast þó enn berjast gegn oki talíbana og segjast þeir hafa komið sér fyrir á hernaðarlega mikilvægum stöðum og að baráttan haldi áfram. 

Leiðtogi andspyrnunnar, Ahmad Massoud, sagði í ávarpi til afgönsku þjóðarinnar að hún ætti að rísa upp gegn talíbönum.

Þá kenndi hann alþjóðasamfélaginu um hvernig komið sé fyrir landinu, því talíbönum hafi verið gefið lögmæti í viðræðum um frið í landinu, sem hafi blásið í þá eldmóði og trú á að þeir gætu tekið yfir landið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.