Andri Lucas yngsti og fljótasti Guðjohnsen til að skora fyrir íslenska A-landsliðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2021 07:01 Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki sínu gegn Norður-Makedóníu. Vísir/Hulda Margrét Andri Lucas Guðjohnsen fetaði í fótspor föður síns og afa síns þegar hann skoraði jöfnunarmark Íslands gegn Norður-Makedóníu á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Hann varð jafnframt yngsti og fljótasti Guðjohnsen til að skora fyrir landsliðið. Andri skoraði sitt fyrsta mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður þann 5. september 2021. Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og faðir Andra, skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið þegar hann kom inn á sem varamaður þann 4. september 1999. Það eru því 22 ár á milli marka feðganna, nánast upp á dag. Andri Lucas er fæddur árið 2002 og hann var 19 ára, sjö mánaða og þriggja daga gamall þegar hann skoraði sitt fyrsta mark. Eiður var 20 ára, 11 mánaða og 20 daga gamall þegar hans fyrsta mark leit dagsins ljós, og sá elsti, Arnór Guðjohnsen var rúmlega 21 árs. Andri er því yngstur af þeim sem bera nafnið Guðjohnsen til að skora fyrir íslenska landsliðið. Fljótari en gömlu mennirnir Hvorki faðir hans, né afi, skoruðu jafn snemma á sínum landsliðsferli og Andri. Arnór var að spila sinn níunda landsleik og það tók hann 734 mínútur að skora sitt fyrsta mark. Eiður var heldur fljótari en pabbi sinn, en hann var að spila sinn annan leik og tók sér allt í allt 40 mínútur í að koma boltanum yfir marklínuna. Sá yngsti var ekkert að slóra við þetta, en Andri hafði leikið samtals 13 mínútur í tveimur leikjum með landsliðinu þegar hann jafnaði metin fyrir Ísland gegn Norður-Makedóníu síðastliðinn sunnudag. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Andri skoraði sitt fyrsta mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður þann 5. september 2021. Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og faðir Andra, skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið þegar hann kom inn á sem varamaður þann 4. september 1999. Það eru því 22 ár á milli marka feðganna, nánast upp á dag. Andri Lucas er fæddur árið 2002 og hann var 19 ára, sjö mánaða og þriggja daga gamall þegar hann skoraði sitt fyrsta mark. Eiður var 20 ára, 11 mánaða og 20 daga gamall þegar hans fyrsta mark leit dagsins ljós, og sá elsti, Arnór Guðjohnsen var rúmlega 21 árs. Andri er því yngstur af þeim sem bera nafnið Guðjohnsen til að skora fyrir íslenska landsliðið. Fljótari en gömlu mennirnir Hvorki faðir hans, né afi, skoruðu jafn snemma á sínum landsliðsferli og Andri. Arnór var að spila sinn níunda landsleik og það tók hann 734 mínútur að skora sitt fyrsta mark. Eiður var heldur fljótari en pabbi sinn, en hann var að spila sinn annan leik og tók sér allt í allt 40 mínútur í að koma boltanum yfir marklínuna. Sá yngsti var ekkert að slóra við þetta, en Andri hafði leikið samtals 13 mínútur í tveimur leikjum með landsliðinu þegar hann jafnaði metin fyrir Ísland gegn Norður-Makedóníu síðastliðinn sunnudag.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23