Fótbolti

Þróttur Vogum tryggði sér sæti í Lengjudeildinni án þess að spila

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þróttur Vogum vann sér í dag inn sæti í Lengjudeild karla í knattspyrnu.
Þróttur Vogum vann sér í dag inn sæti í Lengjudeild karla í knattspyrnu. FACEBOOK-SÍÐA ÞRÓTTAR Í VOGUM

Þróttur Vogum mun leika í Lengjudeild karla á næsta tímabili, en þetta varð ljóst þegar að Magni hafði betur gegn Völsungi í dag, 2-1. 

Þróttur er með fimm stiga forskot á Völsung í þriðja sætinu og fjögurra stiga forskot á KV í öðru sætinu þegar að tvær umferðir eru eftir.

KV og Völsungur mætast hinsvegar innbyrgðis í næstu umferð, og því er ljóst að aðeins annað liðið getur náð Þrótti að stigum.

Þróttur á tvo erfiða leiki eftir í deildinni en leikmenn liðsins þurfa nú ekki að hafa eins miklar áhyggjur af þeim. 

Annars vegar mætir liðið Magna, sem enn heldur í veika von um sæti í Lengudeildinni, og hinsvegar gegn KV í lokaumferðinni þar sem að allt verður undir hjá KV-mönnum og þar gætum við séð úrslitaleik um efsta sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.