Ferðamaður fylgdi Google Maps og lenti í ógöngum Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 07:42 Ferðamaðurinn sagði Google Maps hafa sýnt sér styttri leið að hóteli sínu. Getty Erlendur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ þurfti aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í ógöngum sem meðal annars má rekja til Google Maps. Maðurinn hafði slegið áfangastað sinn inn í forritið og fengið upp styttri leið að hótelinu. Lögreglunni barst svo hjálparbeiðni frá honum þar sem hann var kominn inn á þröngan og stórgrýttan vegarslóða á Vogarstapa. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að maðurinn hafi verið á bílaleigubíl af gerðinni Toyotu Yaris og þegar lögregluþjóna bar að garði hafi bílinn verið „búinn á því“, auk þess sem eitt dekk hafi verið sprungið. Lögregluþjónar aðstoðuðu manninn og gerðu bílaleigunni sem á bílinn viðvart. Þá segir lögreglan frá því að koma hafi þurft konu til aðstoðar sem hafði snúið sig á fæti við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hún hafi ekki verið göngufær og hafi verið hjálpað aftur niður á bílastæði. Einnig segir lögreglan að töluvert hafi verið um umferðaróhöpp í umdæminu á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Meðal annars hafi orðið bílvelta á Reykjanesbraut þar sem ökumaður var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þá hafi bíl verið ekið gegn rauðu ljósi í Keflavík svo hann lenti í hlið annars bíls. Engan sakaði í því slysi. Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykjanesbær Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Lögreglunni barst svo hjálparbeiðni frá honum þar sem hann var kominn inn á þröngan og stórgrýttan vegarslóða á Vogarstapa. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að maðurinn hafi verið á bílaleigubíl af gerðinni Toyotu Yaris og þegar lögregluþjóna bar að garði hafi bílinn verið „búinn á því“, auk þess sem eitt dekk hafi verið sprungið. Lögregluþjónar aðstoðuðu manninn og gerðu bílaleigunni sem á bílinn viðvart. Þá segir lögreglan frá því að koma hafi þurft konu til aðstoðar sem hafði snúið sig á fæti við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hún hafi ekki verið göngufær og hafi verið hjálpað aftur niður á bílastæði. Einnig segir lögreglan að töluvert hafi verið um umferðaróhöpp í umdæminu á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Meðal annars hafi orðið bílvelta á Reykjanesbraut þar sem ökumaður var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þá hafi bíl verið ekið gegn rauðu ljósi í Keflavík svo hann lenti í hlið annars bíls. Engan sakaði í því slysi.
Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykjanesbær Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira