Viðar Örn: „Við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2021 21:27 Viðar Örn Kjartansson var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið. Hann var svekktur með úrslit kvöldsins í ljósi þess að honum fannst liðið spila vel. Vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins var svekktur með 2-0 tap liðsins gegn Rúmenum á Laugardalsveli í kvöld. Hann segir að það sé súrt að sjá liðið spila vel en fá ekkert út úr leiknum. „Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
„Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50