Viðar Örn: „Við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2021 21:27 Viðar Örn Kjartansson var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið. Hann var svekktur með úrslit kvöldsins í ljósi þess að honum fannst liðið spila vel. Vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins var svekktur með 2-0 tap liðsins gegn Rúmenum á Laugardalsveli í kvöld. Hann segir að það sé súrt að sjá liðið spila vel en fá ekkert út úr leiknum. „Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50