Viðar Örn: „Við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2021 21:27 Viðar Örn Kjartansson var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið. Hann var svekktur með úrslit kvöldsins í ljósi þess að honum fannst liðið spila vel. Vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins var svekktur með 2-0 tap liðsins gegn Rúmenum á Laugardalsveli í kvöld. Hann segir að það sé súrt að sjá liðið spila vel en fá ekkert út úr leiknum. „Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
„Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50