Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 14:02 Frá Helgustaðanámu. Efri hluti námunnar til vinstri. Grunnur aðstöðuhúss og gömul tæki til hægri. Arnar Halldórsson Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira