Styrkja baráttuna gegn kynferðisofbeldi og vilja að Kolbeinn sýni iðrun Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2021 11:30 Kolbeinn Sigþórsson skallar boltann frá marki í leik með IFK Gautaborg. Getty/Michael Campanella „Við gerum okkur grein fyrir því að margir telja leikmanninn ekki lengur verðskulda að spila fyrir IFK Gautaborg,“ segir í yfirlýsingu stuðningsmannaklúbbs IFK Gautaborgar vegna máls Kolbeins Sigþórssonar. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að styrkja samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Kolbeinn missti á sunnudag sæti sitt í íslenska landsliðshópnum í fótbolta í kjölfar ásakana um að hafa beitt tvær konur ofbeldi haustið 2017. Hann er með samning við sænska félagið IFK Gautaborg sem gildir til áramóta, og samkvæmt íþróttastjóra félagsins stendur ekki til að rifta þeim samningi. Englarnir, stuðningsmannaklúbbur IFK Gautaborgar, segjast halda í þá trú að fólk geti breyst og að ekki beri að útskúfa því fyrir brot geti það sýnt iðrun og axlað ábyrgð á sínum gjörðum. „Glæpurinn er á ábyrgð gerandans. Það er á ábyrgð réttarkerfisins að mál séu sótt og refsingar ákveðnar. En við deilum öll ábyrgð á því hvað gerist þegar við fáum vitneskju um brotið,“ segir í yfirlýsingunni. Englarnir segjast treysta knattspyrnufélaginu sínu til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í málinu í samræmi við gildi félagsins. Þeir vilja að Kolbeinn sýni iðrun í verki: „Við verðum að trúa því að manneskjur geti breyst. Að einhver sem hefur gert mistök geti snúið aftur í félagsskap. Að því gefnu að sá hinn sami axli með sýnilegum hætti ábyrgð á sínum gjörðum, sýni iðrun og vilja til að gera betur.“ Samkvæmt yfirlýsingunni fara öll félagsgjöld Englanna í septembermánuði til samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by Supporterklubben A nglarna (@anglarna1973) Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Kolbeinn missti á sunnudag sæti sitt í íslenska landsliðshópnum í fótbolta í kjölfar ásakana um að hafa beitt tvær konur ofbeldi haustið 2017. Hann er með samning við sænska félagið IFK Gautaborg sem gildir til áramóta, og samkvæmt íþróttastjóra félagsins stendur ekki til að rifta þeim samningi. Englarnir, stuðningsmannaklúbbur IFK Gautaborgar, segjast halda í þá trú að fólk geti breyst og að ekki beri að útskúfa því fyrir brot geti það sýnt iðrun og axlað ábyrgð á sínum gjörðum. „Glæpurinn er á ábyrgð gerandans. Það er á ábyrgð réttarkerfisins að mál séu sótt og refsingar ákveðnar. En við deilum öll ábyrgð á því hvað gerist þegar við fáum vitneskju um brotið,“ segir í yfirlýsingunni. Englarnir segjast treysta knattspyrnufélaginu sínu til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í málinu í samræmi við gildi félagsins. Þeir vilja að Kolbeinn sýni iðrun í verki: „Við verðum að trúa því að manneskjur geti breyst. Að einhver sem hefur gert mistök geti snúið aftur í félagsskap. Að því gefnu að sá hinn sami axli með sýnilegum hætti ábyrgð á sínum gjörðum, sýni iðrun og vilja til að gera betur.“ Samkvæmt yfirlýsingunni fara öll félagsgjöld Englanna í septembermánuði til samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by Supporterklubben A nglarna (@anglarna1973)
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45