Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2021 10:52 Kolbeinn Sigþórsson í leik gegn Rúmeníu síðasta haust. Hann verður ekki með gegn Rúmenum á fimmtudag. vísir/vilhelm Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september. HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september.
HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59
„Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06