Enski boltinn

Arsenal eyddi mest allra liða í ensku úr­vals­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Ødegaard er einn þeirra sem Arsenal keypti í sumar.
Martin Ødegaard er einn þeirra sem Arsenal keypti í sumar. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Arsenal, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, eyddi mest allra liða deildarinnar í sumar. Liðið fjárfesti í sex leikmönnum fyrir samtals 156.8 milljónir punda. Þar á eftir koma Manchester-liðin tvö, United og City.

Félagaskiptaglugginn víðast hvar í Evrópu lokaði á miðnætti, aðfaranótt miðvikudags, og geta lið ensku úrvalsdeildarinnar ekki keypt né selt leikmenn fyrr en í janúar. 

Þegar tekið var saman hvaða lið eyddi mest af þeim 20 liðum sem eru í ensku úrvalsdeildinni kom í ljós að Arsenal var hvað duglegast á leikmannamarkaðinum í sumar.

Arsenal keypti Ben White, Martin Ødegaard, Aaron Ramsdale, Takehiro Tomiyasu, Albert Sambi Lokonga og Nuno Tavares á 156.8 milljónir punda. Dýrastur var miðvörðurinn Ben White en Arsenal greiddi Brighton & Hove Albion 50 milljónir punda til þess að fá hann í sínar raðir.

Arsenal sem situr sem stendur á botni ensku úrvalsdeildarinnar með núll stig að loknum þremur leikjum og markatöluna 0-9.

Hér að ofan má sjá hvaða félög efstu deildar á Englandi eyddu í leikmenn. Um er að ræða mögulega heildarupphæðir, árangurstengdar greiðslur eru því inn í tölunum.

Manchester United eyddi 133.7 milljónum punda í þá Cristiano Ronaldo, Jadon Sancho, Raphael Varane og Tom Heaton. Nágrannar þeirra í City eyddu 100 milljónum í Jack Grealish.

Chelsea eyddi 97.5 milljónum punda í Romelu Lukaku, Saúl Ñíguez (á láni) og Marcus Bettinelli. Þar á eftir koma Aston Villa (93 milljónir), og West Ham United (63.3 milljónir). 


Tengdar fréttir

Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans

Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Ramsdale genginn í raðir Arsenal

Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.