Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2021 07:40 Hluti þingmanna ríkisþings Texas mótmæltu nýju lögunum harðlega fyrr í sumar. AP Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Fréttaveitan AP segir lögin vera þau ströngustu í landinu frá því að Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að konur hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade á áttunda áratug síðustu aldar. Lögin í Texas meina konum að gagnast undir þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist vanalega í kringum sex vikna meðgöngu. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. Samtök sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs áætla að um 85 prósent þeirra þungunarrofsaðgerða sem nú eru framkvæmdar í ríkinu yrðu ólöglegar og sömuleiðis þyrftu fjölmargar stofur sem framkvæma slíkar aðgerðir að loka. Andstæðingar nýju laganna hafa óskað eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki nýju lögin til umfjöllunar í þeirri von að fella þau úr gildi. Heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á þungunarrof telja að lögin stangist á við dómafordæmi Hæstaréttar. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin hafa sett sambærileg lög en alríkisdómarar hafa fellt þau öll úr gildi þar sem þau ganga gegn fordæminu sem var sett í Roe gegn Wade og fleiri hæstaréttardómum sem fylgdu á eftir. Repúblikanar í Texas telja sig hins vegar hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi, að því er segir í frétt Washington Post. Þannig heldur Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, því fram að hæstiréttur hafi ekki lögsögu til að fella lögin úr gildi. Ekki verði hægt að höfða mál til að ógilda lögin fyrr en einhver stefnir heilsugæslu fyrir að veita konu aðstoð við þungunarrof. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Fréttaveitan AP segir lögin vera þau ströngustu í landinu frá því að Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að konur hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade á áttunda áratug síðustu aldar. Lögin í Texas meina konum að gagnast undir þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist vanalega í kringum sex vikna meðgöngu. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. Samtök sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs áætla að um 85 prósent þeirra þungunarrofsaðgerða sem nú eru framkvæmdar í ríkinu yrðu ólöglegar og sömuleiðis þyrftu fjölmargar stofur sem framkvæma slíkar aðgerðir að loka. Andstæðingar nýju laganna hafa óskað eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki nýju lögin til umfjöllunar í þeirri von að fella þau úr gildi. Heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á þungunarrof telja að lögin stangist á við dómafordæmi Hæstaréttar. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin hafa sett sambærileg lög en alríkisdómarar hafa fellt þau öll úr gildi þar sem þau ganga gegn fordæminu sem var sett í Roe gegn Wade og fleiri hæstaréttardómum sem fylgdu á eftir. Repúblikanar í Texas telja sig hins vegar hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi, að því er segir í frétt Washington Post. Þannig heldur Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, því fram að hæstiréttur hafi ekki lögsögu til að fella lögin úr gildi. Ekki verði hægt að höfða mál til að ógilda lögin fyrr en einhver stefnir heilsugæslu fyrir að veita konu aðstoð við þungunarrof.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira