Fótbolti

Rúnar Alex genginn til lið við OH Leu­ven

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson í leik með Arsenal.
Rúnar Alex Rúnarsson í leik með Arsenal. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er gegninn til liðs við belgíska félagið OH Leu­ven á láni frá Arsenal.

Greint er frá þessu á samfélagsmiðlum félaganna, en Rúnar skrifar undir tveggja ára lánssamning við belgíska félagið.

Þessi 26 ára markvörður gekk í raðir Arsenal í september á síðasta ári, en hefur ekki átt fast sæti í liðinu. Hann var orðinn þriðji markmaður félagsins eftir komu Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Rúnar lék aðeins sex leiki með Lundúnaliðinu, og þar af var einn í ensku úrvalsdeildinni.

Leuven hafnaði í 11. sæti belgísku A-deildarinnar á seinasta tímabili, en liðið var stofnað árið 2002.

Rúnar Alex er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmenum, Norður-Makedónum og Þjóðverjum í undankeppni HM á Laugardalsvelli á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Rúnar Alex á leið til Belgíu

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands og markvörður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, er á leið til belgíska úrvalsdeildarliðsins OH Leuven á láni. Frá þessu er greint á vef The Athletic.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.