Erlent

Kanada tekur við fimm þúsund af­gönskum flótta­mönnum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flóttamennirnir fimm þúsund voru fluttir frá Afganistan af bandaríska hernum og munu fá hæli í Kanada.
Flóttamennirnir fimm þúsund voru fluttir frá Afganistan af bandaríska hernum og munu fá hæli í Kanada. Getty/Pablo Blazquez Dominguez

Kanada mun taka á móti fimm þúsund afgönskum flóttamönnum og koma þeim fyrir í Kanada, sem komust frá Afganistan með hjálp Bandaríkjanna. Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Afganistan í morgun eftir tuttugu ára hersetu í landinu.

„Við vitum að það er margt annað sem þarf að gera nú þegar brottflutningurinn er að klárast,“ sagði Marco Mendicio, innflytjendaráðherra Kanada í dag. „Við gerum allt sem við getum til að hjálpa eins mörgum Afgönum og við mögulega getum að koma sér fyrir á nýjum heimilum hér í Kanada.“

Kanada hjálpaði um 3.700 Afgönum, sem hafa starfað með herliði Kanada, að flýja frá Kabúl. Síðustu hermenn Kanada yfirgáfu Afganistan fyrir sjö árum síðan. Reuters greinir frá. 

Flóttamennirnir fimm þúsund, sem voru fluttir frá Kabúl af Bandaríkjunum, eru hluti af þeim tuttugu þúsund afgönsku flóttamönnum sem kanadísk yfirvöld hyggjast taka á móti. Þar á meðal eru kvenleiðtogar, starfsmenn mannréttindasamtaka og blaðamenn.

Vonir standi um að Kanada geti hjálpað enn fleiri Afgönum að koma sér fyrir í Kanada svo lengi sem Talibanar leyfi þeim að yfirgefa landið.


Tengdar fréttir

Talibanar fagna sigri í Afganistan

Talibanar hafa fagnað grimmt í Kabúl í dag eftir að síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu landið í gærkvöldi. Þeir segjast hafa sigrað stórveldi. Þá heita Talibanar því að tryggja öryggi í Afganistan en þó berast fregnir af áframhaldandi ódæðum vígamanna.

Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan

Talíbanar hafa nú tekið alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan alfarið á sitt vald. Síðasta bandaríska herflugvélin er farin þaðan og þar með er tuttugu ára stríði Bandaríkjamanna í landinu lokið með, að því er virðist, fullnaðarsigri talíbana. Fjölmargir komust þó ekki úr landi. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.