Erlent

Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ein af síðustu flutningavélunum til að yfirgefa landið hefur sig til flugs á Hamid Karzai vellinum í Kabúl. 
Ein af síðustu flutningavélunum til að yfirgefa landið hefur sig til flugs á Hamid Karzai vellinum í Kabúl.  Vísir/EPA-EFE/STRINGER

Talíbanar hafa nú tekið alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan alfarið á sitt vald. Síðasta bandaríska herflugvélin er farin þaðan og þar með er tuttugu ára stríði Bandaríkjamanna í landinu lokið með, að því er virðist, fullnaðarsigri talíbana. Fjölmargir komust þó ekki úr landi. 

Hershöfðinginn Frank McKenzie segir að tekist hafi að koma 123 þúsund almennum borgurum úr landi áður en síðasta vélin fór en þó komust færri að en vildu. Á blaðamannafundi staðfesti McKenzie að töluverður fjöldi Bandaríkjamanna, um 100 til 250 manns, væru enn í Afganistan. Þar væri um að ræða fólk sem annaðhvort hafi ekki komist á flugvöllinn eða ekki náð að tryggja sér sæti í flugvél. Sömu sögu er að segja af breskum ríkisborgurum sem enn eru í landinu. 

Þegar fólksflutningarnir hófust hleyptu talíbanar flestum inn á flugvöllinn en síðustu klukkustundirnar virðast þeir hafa skellt í lás og því sátu margir eftir með sárt ennið. Bandarísk stjórnvöld vonast til að hægst verði að tryggja öryggi fólksins og segir Antony Blinken utanríkisráðherra að nú sé hafinn nýr kafli í samskiptum Bandaríkjamamanna og talíbana.


Tengdar fréttir

Banda­ríkja­her farinn frá Afgan­istan

Bandarískir fjölmiðlar greina nú frá því að síðustu herflugvélar bandaríska hersins hafi tekið á loft frá Hamid Karzai-flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, nú í kvöld.

Draga heilindi og yfirlýsingar talíbana í efa

Bresk stjórnvöld draga það í efa að talíbanar muni standa við yfirlýsingar þess efnis að allir sem eiga rétt á því komist frá Afganistan heilir á húfi. Breskir hermenn hafa snúið aftur heim en Bretar hyggjast áfram aðstoða fólk við að komast burt.

Eldflaugum skotið á Kabúl

Eldflaugum var skotið á hverfi í grennd við flugvöllinn í Kabúl í Afganistan í morgun. AP fréttastofan greinir frá þessu en segir enn óljóst hver hafi verið þar að verki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×