Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:44 Réttarhöldin yfir R. Kelly voru í gær á áttunda degi. Getty/Antonio Perez Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. Maðurinn vitnaði undir dulnefninu Louis og sagðist hafa verið aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist R. Kelly árið 2006. Louis sagði að hann hafi fyrst hitt Kelly þegar hann var á næturvakt á McDonalds skyndibitastað í Chicago. Kelly hafi þar látið hann fá símanúmerið sitt og boðið Louis heim til sín undir því yfirskyni að Louis gæti fengið afnot af hljóðverinu heima hjá honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Í eitt skiptanna sem Louis hafi verið heima hjá Kelly hafi Kelly spurt hann hvort hann ætti sér einhverjar fantasíur um karlmenn. Hann hafi svo skriðið niður á hnén og veitt Louis munnmök. Í kjölfarið hafi Kelly sagt honum að Louis ætti að halda samskiptum þeirra fyrir sig og að þeir „væru núna fjölskylda, þeir væru bræður.“ Kelly hafi jafnframt beðið Louis um að kalla sig „pabba“ eða „daddy“ á ensku, sem rímar við vitnisburð fyrri meintra fórnarlamba Kelly. Þá hafi Kelly jafnan tekið kynferðisathafnir þeirra upp á myndband. Louis sagði fyrir dómi að hann hafi haldið áfram að hitta Kelly vegna þess að hann langaði að verða tónlistarmaður. Kelly hafi lofað honum frægð og frama í staðin fyrir kynlíf. Louis greindi jafnframt frá því að hann hafi oft tekið vini sína með í partý hjá Kelly, þar á meðal dreng sem þá var sextán ára og er eitt meintra fórnarlamba Kelly. Louis vitnaði fyrir dómi samkvæmt samkomulagi við saksóknara, til að forðast allt að fimmtán ára fangelsi en hann viðurkenndi fyrr á þessu ári að hafa reynt að múta mögulegu vitni í málinu. Hann hafi gert það þar sem hann taldi vitnið eiga myndbönd af honum og Kelly stunda kynlíf, sem hann vildi alls ekki að litu dagsins ljós. Hann vill þó meina að Kelly hafi ekkert haft með mútugreiðsluna að gera. Vildi ekki vera „þolenda-skömmuð“ Auk Louis bar kvenásakandi vitni fyrir dómi í gær. Konan greindi frá því að Kelly hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún var sautján ára, baksviðs eftir tónleika sem hann hélt í Miami árið 1994. Konan bar vitni undir dulnefninu Addie og sagði að tveir menn, sem virtust vera öryggisverðir, hafi boðið henni og vinkonu hennar að fara baksviðs að loknum tónleikunum. Þegar þangað hafi verið komið sagði Addie að Kelly hafi tæmt baksviðsherbergið, gripið um úlnliði hennar, kippt stuttbuxum hennar niður og nauðgað henni. „Á þessum tímapunkti var ég í algjöru áfalli,“ sagði hún við dóminn. „Ég varð alveg tóm.“ Í kjölfarið hafi vinkona hennar hvatt Addie til að tilkynna brotið til lögreglu en Addie sagðist hafa hræðst að hún yrði sett á svartan lista hjá skemmtanabransanum ef hún stigi fram. „Ég var ekki einu sinni viss um að þau myndu trúa mér,“ sagði hún. „Ég vildi ekki verða þolenda-skömmuð.“ Kelly hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum og ítrekað neitað því að hafa brotið á og tælt ungt fólk á þrjátíu ára ferli sínum. Lögmenn hans halda því fram að meintir þolendur séu aðdáendur, sem séu nú að hefna sín eftir að tónlistarmaðurinn endaði kynferðislegt samband við þá. Verði R. Kelly dæmdur gæti hann átt yfir höfði sér tíu ára til lífstíðar fangelsisdóm. Hollywood Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Maðurinn vitnaði undir dulnefninu Louis og sagðist hafa verið aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist R. Kelly árið 2006. Louis sagði að hann hafi fyrst hitt Kelly þegar hann var á næturvakt á McDonalds skyndibitastað í Chicago. Kelly hafi þar látið hann fá símanúmerið sitt og boðið Louis heim til sín undir því yfirskyni að Louis gæti fengið afnot af hljóðverinu heima hjá honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Í eitt skiptanna sem Louis hafi verið heima hjá Kelly hafi Kelly spurt hann hvort hann ætti sér einhverjar fantasíur um karlmenn. Hann hafi svo skriðið niður á hnén og veitt Louis munnmök. Í kjölfarið hafi Kelly sagt honum að Louis ætti að halda samskiptum þeirra fyrir sig og að þeir „væru núna fjölskylda, þeir væru bræður.“ Kelly hafi jafnframt beðið Louis um að kalla sig „pabba“ eða „daddy“ á ensku, sem rímar við vitnisburð fyrri meintra fórnarlamba Kelly. Þá hafi Kelly jafnan tekið kynferðisathafnir þeirra upp á myndband. Louis sagði fyrir dómi að hann hafi haldið áfram að hitta Kelly vegna þess að hann langaði að verða tónlistarmaður. Kelly hafi lofað honum frægð og frama í staðin fyrir kynlíf. Louis greindi jafnframt frá því að hann hafi oft tekið vini sína með í partý hjá Kelly, þar á meðal dreng sem þá var sextán ára og er eitt meintra fórnarlamba Kelly. Louis vitnaði fyrir dómi samkvæmt samkomulagi við saksóknara, til að forðast allt að fimmtán ára fangelsi en hann viðurkenndi fyrr á þessu ári að hafa reynt að múta mögulegu vitni í málinu. Hann hafi gert það þar sem hann taldi vitnið eiga myndbönd af honum og Kelly stunda kynlíf, sem hann vildi alls ekki að litu dagsins ljós. Hann vill þó meina að Kelly hafi ekkert haft með mútugreiðsluna að gera. Vildi ekki vera „þolenda-skömmuð“ Auk Louis bar kvenásakandi vitni fyrir dómi í gær. Konan greindi frá því að Kelly hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún var sautján ára, baksviðs eftir tónleika sem hann hélt í Miami árið 1994. Konan bar vitni undir dulnefninu Addie og sagði að tveir menn, sem virtust vera öryggisverðir, hafi boðið henni og vinkonu hennar að fara baksviðs að loknum tónleikunum. Þegar þangað hafi verið komið sagði Addie að Kelly hafi tæmt baksviðsherbergið, gripið um úlnliði hennar, kippt stuttbuxum hennar niður og nauðgað henni. „Á þessum tímapunkti var ég í algjöru áfalli,“ sagði hún við dóminn. „Ég varð alveg tóm.“ Í kjölfarið hafi vinkona hennar hvatt Addie til að tilkynna brotið til lögreglu en Addie sagðist hafa hræðst að hún yrði sett á svartan lista hjá skemmtanabransanum ef hún stigi fram. „Ég var ekki einu sinni viss um að þau myndu trúa mér,“ sagði hún. „Ég vildi ekki verða þolenda-skömmuð.“ Kelly hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum og ítrekað neitað því að hafa brotið á og tælt ungt fólk á þrjátíu ára ferli sínum. Lögmenn hans halda því fram að meintir þolendur séu aðdáendur, sem séu nú að hefna sín eftir að tónlistarmaðurinn endaði kynferðislegt samband við þá. Verði R. Kelly dæmdur gæti hann átt yfir höfði sér tíu ára til lífstíðar fangelsisdóm.
Hollywood Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48
Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07